Fréttasafn

Guðbjörg Hassing 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Sigrún, Sigurbjörg, Pétur og Guðbjörg.
Lesa meira...

 

Guðbjörg Hassing, starfsmaður í iðjuþjálfun og félagsstarfi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Sigurbjörg Hannesdóttir deildarstjóri iðjuþjálfunar, Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu og Guðbjörg Hassing.

 

 

 

Lesa meira...

Leikskólabörn af leikskólanum Víðivöllum í heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Leikskólabörn af leikskólanum Víðivöllum heimsóttu Sjávar- og Ægishraun á Hrafnistu í Hafnarfirði í gærmorgun. Leikskólinn Víðivellir var að bætast í þann góða hóp leikskóla í Hafnarfirði sem koma í heimsókn á heimilið. Nú eiga allar deildir í húsinu sinn vinaleikskóla og koma þau í heimsókn einu sinni í mánuði á hverja deild. Það er alltaf tilhlökkun hjá heimilisfólki þegar kemur að heimsóknum barnanna og er ekki annað hægt að segja en að þetta samstarf gangi glimrandi vel.

Eftir hádegi bakaði svo hún Skúlína, sem er býr á Sjávar- og Ægishrauni, pönnukökur handa heimilisfólkinu. Hún kom með sínar eigin pönnur og spaða, gerði deigið nákvæmlega eins og hún vildi hafa það og „hristi“ svo þessar fínu pönnukökur listavel fram úr erminni sem hún steikti á þremur pönnum í einu!

 

 

Lesa meira...

Þorrablót á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 2. febrúar 2018

Lesa meira...

 

Þorrablót Hrafnistu í Hafnarfirði fer fram föstudaginn 2. febrúar nk.

Miðasala og skráning

Ókeypis er fyrir íbúa heimilisins og gesti í hvíldarinnlögn. Hver íbúi/gestur í hvíldarinnlögn getur boðið með sér einum gest á þorrablótið. Verð fyrir gest kr. 4.000.-

Verð fyrir fólk í dægradvöl og meðlimi í DAS-klúbbnum kr. 3.000.- (meðlimir í DAS-klúbbnum, dægradvöl og íbúar í þjónustuíbúðum geta ekki boðið með sér gest).

Miðasala og skráning fer fram í verslun á Hafnistu í Hafnarfirði, til hádegis miðvikudaginn 31. janúar. 

 

Sjá nánari auglýsingu með því að smella hér. 

 

 

Lesa meira...

Henryka Biala 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Henryka og Pétur
Lesa meira...

Henryka Biala, starfsmaður í aðhlynningu á Lækjartorgi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, afhenti Henryku gjöf á dögunum í tilefni af afmælinu í samræmi við starfsafmælisreglur Hrafnistu og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

 

Starfsafmælisreglur Hrafnistu eru þær að starfsfólk sem starfað hefur í 3 ár fær afhenta gjöf (konfektkassi) frá Hrafnistu, síðan er afhent gjöf við 5 ára starfsafmæli (leikhúsmiði fyrir tvo) og svo á 5 ára fresti eftir það og miðast gjafirnar út frá því. 10 ára starfsafmæli, út að borða fyrir tvo, 15 ára starfsafmæli, gjafakort með peningaupphæð (sem fer stighækkandi við hver 5 ár sem bætast við starfsaldurinn) o.s.frv.

 

 

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

 

Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri Hrafnistu Kópavogi frá 1. apríl 2018. Sigríður útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur  frá Háskóla Íslands árið 1999 og hóf þá störf á Skjóli sem hjúkrunarfræðingur. Árið 2009 lauk hún diplómanámi í öldrunarhjúkrun.

Frá árinu 2011 hefur hún verið deildarstjóri á Skjóli og verkefnastjóri yfir RAI.

Sigríður mun taka við af Rebekku Örvar aðstoðardeildarstjóra sem mun láta af störfum að eigin ósk.

Við þökkum Rebekku Örvar fyrir ómetanlegt starf og um leið bjóðum við Sigríði velkomna til starfa.

 

Lesa meira...

Jarðvinna hafin við nýtt Öldrunarsetur við Sléttuveg

Lesa meira...

 

Fyrsti liður verkframkvæmda á nýju Öldrunarsetri við Sléttuveg hófst í gær. Um er að ræða uppgröft og jarðvegskipti fyrir komandi byggingar. Stór og ánægjulegur áfangi eftir langt undirbúningsferli. Verkefnið er í höndum Borgarvirkis ehf. sem var lægstbjóðandi í verkið.

Áætlanir gera ráð fyrir að hjúkrunarheimilið og þjónustumiðstöð verði tilbúin fyrir árslok árið 2019.

 

Lesa meira...

Þorrablót á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 19. janúar 2018

Lesa meira...

Þorrablót Hrafnistu í Reykjavík fer fram föstudaginn 19. janúar nk.

Skráning og miðakaup

Ókeypis er fyrir íbúa heimilisins og hver íbúi getur boðið með sér einum gest á þorrablótið í Skálafelli. Verð fyrir gest kr. 4.000.-

Verð fyrir meðlimi í DAS-klúbbnum kr. 3.000.- (meðlimir í DAS-klúbbnum geta ekki boðið með sér gest).

Verð fyrir gesti í dagþjálfun kr. 3.000.- (gestir í dagþjálfun geta ekki boðið með sér gest).

 

Skráning og miðakaup verða á upplýsingaborði í aðalanddyri Hrafnistu Reykjavík alla virka daga milli kl. 10:00 - 16:00, til miðvikudagsins 17. janúar. 

 

Sjá nánari auglýsingu með því að smella hér

 

 

Lesa meira...

Hrafnista í Reykjavík hlaut styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen

Lesa meira...

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti styrki úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen í 31. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða miðvikudaginn 10. janúar sl.

Að þessu sinni hlutu Hrafnista í Reykjavík  og samtökin Olnbogabörn/Týndu börnin styrk upp á 500 þúsund krónur  hvor.

Hrafnista í Reykjavík hlaut styrkinn fyrir að hafa verið leiðandi aðili í þjónustu og umönnun aldraðra í sextíu ár, en dvalarheimili Hrafnistu í Reykjavík var tekið ínotkun árið 1957. Það voru Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík og Guðmundur Hallvarðsson fyrrverandi stjórnarformaður Sjómannadagsráðs sem tóku við styrknum. 

Olnbogabörnin/Týndu börnin hlutu styrk fyrir baráttu um bætt úrræði í meðferðarmálum ungs fólks með áhættuhegðun . Þær Berglind Hólm Harðardóttir og Arna Sif Jónsdóttir tóku við styrknum fyrir hönd samtakanna og sögðu hann koma sér afar vel fyrir starfsemina.

Minningarsjóður Gunnars Thoroddsen var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarð Briem 29. desember 1985 þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Valgarð Briem var viðstaddur athöfnina í gær.

Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til einstaklinga eða hópa, stofnana eða félaga á sviði mannúðarmála, heilbrigðismála eða menningarmála. Gunnar Thoroddsen var borgarstjóri í Reykjavík í tólf ár, frá árinu 1947 til ársins 1959, sat á Alþingi í fjölda ára og gegndi m.a. ráðherraembætti sem fjármálaráðherra 1959–1965, iðnaðar- og félagsmálaráðherra 1974–1978, forsætisráðherra 1980–1983.

Við á Hrafnistu er ákaflega þakklát fyrir að hafa hlotið þennan styrk.

 

Lesa meira...

Ester Gunnsteinsdóttir ráðin deildarstjóri sjúkraþjálfunar Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

 

Ester Gunnsteinsdóttir sjúkraþjálfari hefur verið ráðin deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu Kópavogi frá og með 1. mars 2018.

Ester útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Háskóla Íslands 1998 og hefur frá útskrift starfað á Landspítalanum Fossvogi, lengst af á gjörgæslu- og lungnadeild.

Hún er einnig með diplóma í Lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands og hefur sótt fjölda námskeiða samhliða vinnu sinni á LSH. 

Ester mun taka við starfi Erlu Ólafsdóttir sjúkraþjálfara sem lætur af störfum 1. mars nk. að eigin ósk.

Um leið og við þökkum Erlu fyrir frábært starf bjóðum við Ester velkomna til starfa. 

 

Lesa meira...

Síða 108 af 175

Til baka takki