Fréttasafn

Elst núlifandi Íslendinga

Jensína og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson.
Lesa meira...

 

Jensína Andrésdóttir fagnaði 108 ára afmæli sínu á Hrafnistu í Reykjavík í dag, föstudaginn 10. nóvember. Jensína, sem búið hefur á Hrafnistu frá árinu 1997, er elsti núlifandi Íslendingurinn og fagnaði hún áfanganum með vinum og ættingjum á Miklatorgi á Hrafnistu í dag. Jensína er frá Þórisstöðum í Þorskafirði í Reykhólahreppi þar sem hún fæddist árið 1909. Á bænum voru sautján í heimili, foreldrar og fimmtán systkini. Jensína fór snemma til starfa utan æskuheimilisins, fyrst á bæ í Ísafjarðardjúpi þar sem hún var í tvo vetur áður en hún fluttist til Reykjavíkur. Á höfuðborgarsvæðinu hefur hún búið síðan og starfað við ýmis þjónustustörf auk þess að sinna ræstingum, m.a. á læknastofum. Jensína er sá íbúi sem náð hefur hæstum aldri í 60 ára sögu Hrafnistu.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ræddi við Jensínu í sumar þegar hann kom í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík í tilefni af 60 ára afmæli heimilisins og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. 

 

Lesa meira...

Lionsklúbburinn Njörður færði Hrafnistuheimilunum í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi höfðinglegar gjafir

Lesa meira...

Félagar úr Lionsklúbbnum Nirði heimsóttu Hrafnistu nýlega og komu færandi hendi en Hrafnisturnar í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi nutu aldeilis góðs af. 

Lionsklúbburinn færði Hrafnistuheimilunum í Reykjavík og Hafnarfirði rafknúna sturtustóla sem  hægt er að hækka og lækka og stilla þar með  vinnuhæð ásamt því að geta hallað aftur baki og lyft undir neðri part. Stólar af þessu tagi koma til með að nýtast hvort heldur sem er fyrir sturtu- og/eða salernisferðir. 

Þessar gjafir gera okkur betur kleift að sinna okkar veikustu heimilismönnum sem ekki hafa lengur getu né krafta til að sitja stuðningslaust, svo sem eftir heilablóðföll og aðra sjúkdóma.

Að komast í sturtu á þægilegan og öruggan hátt fyrir einstakling veitir bæði ánægju og vellíðan ásamt því að gera starfsmanni fært að aðstoða á léttari og öruggari hátt.

Hrafnista í Kópavogi fékk afhentar 4 loftdýnur að gjöf frá Lionsklúbbnum Nirði. Dýnurnar eru frábrugðnar venjulegum rúmdýnum að því leiti að þær skiptast upp í lofthólf sem dreifir vel þrýstingi. Ofan á lofthólfunum er þunnt svampefni sem tryggir mýkt og þægindi fyrir íbúann. Dýnurnar henta fyrir þá sem eru í áhættu á að fá þrýstingssár og eru nokkrir íbúar í þeim hóp á heimilinu. Það skiptir þá miklu máli að geta notað lofdýnur og íbúunum líður betur að liggja á þeim en á venjulegum rúmdýnum.

Hrafnistuheimilin í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi þakka Lionsklúbbnum Nirði kærlega fyrir þessar höfðinglegu gjafir sem voru að verðmæti alls kr. 2,5 milljónir. 

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar formaður Lionsklúbbsins Njarðar, Heimir Salvar Jónatansson, afhenti Hrafnistu þessar góðu gjafir á dögunum. Sveinn Snorrason, aldursforseti klúbbsins 92 ára, mátaði stólinn. 

 

Lesa meira...

Myndir frá haustfagnaði á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold

Lesa meira...

 

Haustfagnaður fór fram á  Hrafnistu Garðabæ – Ísafold fimmtudaginn 2. nóvember sl. Um veislustjórn sáu Sigga Beinteins og Jógvan Hansen. Stemmingin var gríðarlega góð og var það samdóma álit viðstaddra að virkilega vel hefði tekist til, en þetta er í fyrsta skipti sem slíkur kvöldfagnaður er haldinn á Ísafold.

 

Lesa meira...

Anna Ruth 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Anna Ruth og Árdís Hulda.
Lesa meira...

 

Anna Ruth Antonsdóttir, sjúkraliði á Bylgjuhrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Pétur Magnússon forstjóri, Anna Ruth og Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði.

 

 

Lesa meira...

Signe R. Skarsbö 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Signe, Erla Gyða, Sigrún, Anna María og Josephine.
Lesa meira...

 

Signe R. Skarsbö, félagsliði á Vitatorgi Hrafnistu Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri, Signe, Erla Gyða Hermannsdóttir (sem átti nýlega stórafmæli og fékk afhenta afmælisgjöf frá Hrafnistu af því tilefni), Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Anna María Friðriksdóttir deildarstjóri á Vitatorgi og Josephine Ramos aðstoðardeildarstjóri. 

 

 

 

Lesa meira...

Árdís Hulda Eiríksdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Árdís Hulda og Pétur.
Lesa meira...

 

Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður á Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Pétur Magnússon forstjóri afhenti Árdísi Huldu 10 ára starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu.

 

 

 

Lesa meira...

Erla Ólafsdóttir ráðin deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold.

Erla Ólafsdóttir
Lesa meira...

 

Erla Ólafsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold. Erla er einnig deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu í Kópavogi og mun áfram leiða sjúkraþjálfunina þar. Með þessu er von okkar að aukið samstarf á milli heimilanna munu skila okkur faglegri og betri þjónustu. Jafnframt verður ráðin almennur sjúkraþjáfi sem mun starfa með Erlu á báðum stöðum. Erla lauk Bs prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 2012 og hefur starfað á Hrafnistu í Kópavogi síðan.

 

Við bjóðum Erlu velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu Garðabæ - Ísafold.

 

Lesa meira...

Steinunn Ósk Geirsdóttir ráðin aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold

Lesa meira...

 

Steinunn Ósk Geirsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Garðabæ – Ísafold.

Steinunn er 35 ára gömul og er í sambúð með Friðriki Óskari Friðrikssyni. Saman eiga þau 4 börn á  aldrinum 2 – 14 ára og búa í Garðabæ.

Áður en Steinunn hóf nám í hjúkrunarfræði starfaði hún m.a við aðhlynningu á Sólvangi og Droplaugarstöðum. Síðar við lyfjaskömmtun og afgreiðslu hjá Lyfjavali og með námi hjá Sinnum heimaþjónustu og á hjúkrunarheimilinu Fellsenda.

Steinunn útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 2014, en frá því í desember 2013 hefur hún starfað á Ísafold. Frá 1. júní – 1. desember sinnti hún starfi verkefnastjóra á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold.

Steinunn tekur við stöðunni 1. nóvember næstkomandi og við bjóðum hana velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

 

Lesa meira...

Síða 112 af 175

Til baka takki