Fréttasafn

Kvennahlaup á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Kvennahlaupið fer fram á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 10. júní. Lagt verður af stað kl. 13:00  frá aðalinngangi hússins.

Kvennahlaupsbolirnir eru til sölu í sjúkraþjálfuninni. Verð 2.000.- kr.

Allar konur eru velkomnar hvort sem þær tilheyra Hrafnistu eða ekki.

 

 

 

Lesa meira...

Kvennahlaup á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Kvennahlaupið fer fram á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 30. maí. Lagt verður af stað kl. 13:00  frá inngangi inn í miðrými á 2. Hæð (Lækjartorg).

Kvennahlaupsbolirnir eru til sölu í Kaupfélaginu á anddyri aðalbyggingar. Verð kr. 2.000.- 

Allar konur eru velkomnar hvort sem þær tilheyra Hrafnistu eða ekki.

 

 

 

Lesa meira...

Háskólakór frá Bandaríkjunum með tónleika á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Karlakór frá Háskólanum Penn State Pennsilvaníu í Bandaríkjunum heimsótti Hrafnistu í Reykjavík í síðustu viku. Þeir voru á söngferðalagi hér á landi og sungu m.a. í Háskólanum og á Akureyri. Kórinn samanstendur af 50 ungum herramönnum á aldrinum 16 til 21 árs sem sungu af miklum krafti. Það var virkilega gaman að hlýða á sönginn og höfðu heimilisfólk og gestir gaman af. Prúðmannleg framkoma þeirra bar vott um gott uppeldi og virðingu fyrir sínu eldra fólki.

 

 

 

Lesa meira...

Félagsstarf Hrafnistu Hafnarfirði - sýning úr myndlistinni

Lesa meira...

 

Í gær, fimmtudaginn 19. maí,  var opnuð samsýning 19 þátttakenda í félagsstarfinu/myndlistinni. Það var fullur salur gesta sem að fagnaði áfanganum með listafólkinu. Alls eru á sýningunni um 50 myndir, hver annarri fallegri.

Sýningin stendur til 29. júní og hvetjum við sem flesta til að kíkja við.

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Lilja H. Halldórsdóttir 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Lilja H. Halldórsdóttir, starfsmaður í sjúkraþjálfun Hrafnistu Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Ragnheiður Kristjánsdóttir deildarstjóri sjúkraþjálfunar, Lilja og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

Emely Rós Paran 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Pétur, Emely og Sigrún.
Lesa meira...

Emely Rós Paran, starfsmaður á Lækjartorgi Hrafnistu Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. 

Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Emely og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík.

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Tiltektarvika á Hrafnistuheimilunum dagana 9 - 13 maí

Lesa meira...

Þessi vika einkenndist af tiltekt á Hrafnistuheimilunum þar sem starfsfólk var hvatt til að taka til í sínu nærumhverfi, flokka raða og henda.

Einnig var tekið til hendinni úti við og Hjörtur Aðalsteinsson húsvörður lét ekki sitt eftir liggja þegar hann gerði allsherjar hreinsun á gosbrunninum sem staðsettur er fyrir framan aðalinnganginn á Hrafnistu í Hafnarfirði. Við hreinsunina koma m.a. fjársjóður í ljós.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá Hjört við hreinsunarstörf og fjársjóðinn sem brunnurinn hafði að geyma. 

 

Lesa meira...

Síða 110 af 133

Til baka takki