Fréttasafn

Soffía Egilsdóttir og Þóra Geirsdóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. María Fjóla, Þóra, Soffía og Pétur.
Lesa meira...

 

Soffía Egilsdóttir, félagsráðgjafi og umboðsmaður íbúa og aðstandenda, og Þóra Geirsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á heilbrigðissviði, hafa starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum þeim til hamingju með áfangann er þeim þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem þær hafa sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: María Fjóla Harðardóttir framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu, Þóra, Soffía og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Nesvöllum

Lesa meira...

 

Þorrablót Hrafnistu Nesvöllum var haldið í hádeginu föstudaginn 1. febrúar sl. Bragi Fannar harmonikkuleikari og Harmonikkufélag Suðurnesja spiluðu undir borðhaldi á meðan heimilisfólk gæddi sér á dýrindis þorramat með öllu tilheyrandi.

 

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Hlévangi

Lesa meira...

 

Þorrablót Hrafnistu Hlévangi var haldið í hádeginu fimmtudaginn 31. janúar sl. Bragi Fannar harmonikkuleikari spilaði undir borðhaldi á meðan heimilisfólk gæddi sér á pungum, hákarli og tilheyrandi. Að sjálfsögðu var þorramatnum svo skolað niður með ísköldu íslensku brennivíni.

 

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Þorrablót Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði var haldið fimmtudaginn 31. janúar s.l. Kokkar Hrafnistu báru fram hinn sígilda þorramat, Guðrún Árný söngkona sá um veislustjórn, Böðvar Magnússon spilaði á flygilinn undir borðhaldi og á harmonikkuna í hópsöng.
Heimilisiðnaðarfélagið var með kynningu og sýndi  glæsilega þjóðbúninga, Soffía Egilsdóttir félagsráðgjafi fór með minni karla og Oddgeir rekstrarstjóri Hrafnistu fór með minni kvenna. Harmonikkufélag Suðurnesja spilaði svo fyrir dansi á dansiballi sem fram fór eftir borðhaldið. Það er óhætt að segja að kvöldið hafi heppnast einstaklega vel og skemmti fólk sér vel.

 

Lesa meira...

Alli Rúts færir Hrafnistu ævisögu sína

Pétur og Allir Rúts.
Lesa meira...

 

Flestir hafa heyrt talað um Alla Rúts, siglfirska braskaran, skemmtikraftinn og prakkaran en eftir honum var meðal annars hin fræga bílasala „Bílasala Alla Rúts“ einmitt nefnd svo dæmi séu tekin.

Á dögunum færði hann Hrafnistuheimilunum nokkur eintök af ævisögu sinni sem Helgi Sigurðsson sagnfræðingur og dýralæknir tók saman en Alli Rúts hefur síðustu ár rekið hótel og veitingastað í Mosfellsbæ.

Eru Alla Rúts færðar kærar þakkir fyrir gjöfina.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Alli Rúts færði Pétri Magnússyni forstjóra Hrafnistuheimilanna eintök af ævisögu sinni.

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Boðaþingi

Lesa meira...

 

Íbúar, gestir og starfsfólk í Boðaþingi blótuðu þorra á bóndadaginn sl. föstudag að fornum sið. Dagurinn byrjaði á því að tveir íbúar á Hrafnistu í Boðaþingi fóru í heimsókn á leikskólann Austurkór, þar sem þeir fræddu börnin um gamla tíma. Það sem börnunum fannst merkilegast var að þeir skyldu ekki hafa getað farið í bíó og það hafi ekki verið hægt að ýta á takka til að kveikja ljós. Þetta var frábær heimsókn þar sem mikil vinátta myndaðist þó aldursmunurinn væri þó nokkur.

Í hádeginu mætti Svenni með harmonikkuna og fór á milli deilda ásamt Pétri forstjóra og fríðu föruneyti. Hópurinn tók lagið yfir borðhaldinu sem var með hefðbundnu sniði. Íbúar og gestir tóku vel undir og skemmtu sér vel.

 

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Þorrablót Hrafnistu Laugarási var haldið á bóndadaginn, föstudaginn 25.janúar sl., við mikinn fjölda íbúa og þeirra gesta. Þorrablótið hófst kl. 17:00 þar sem veislustjóri kvöldsins Guðrún Árný Karlsdóttir hélt uppi stuðinu með söng og gamni. Minni kvenna var í höndum Oddgeirs Reynissonar framkvæmdarstjóra rekstrarsviðs og minni karla tók Guðrún Árný að sér. Eftir skemmtunina gæddu allir sér  á gómsætum þorramat og Bragi Fannar harmonikkuleikari spilaði undir borðhaldi. Skemmtuninni var sjónvarpað á Hrafnisturásinni svo þeir íbúar sem treystu sér ekki til að koma í Skálafell gátu fylgst með í setustofum ásamt því að borða þorramat á deildum.

Morgunblaðið var með skemmtilega umfjöllun um þorrablótið inn á mbl.is 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/01/25/thorranum_fagnad_med_thjodlegum_rettum/?fbclid=IwAR1VtrJDOfSvHmusumwQyoPG4gEMQIV4Od76UPe_FakK7abkxuyUDzM7wjk

 

Mjög vel heppnað og ánægjulegt kvöld á Hrafnistu eins og myndir sýna.

 

Lesa meira...

Síða 76 af 175

Til baka takki