Fréttasafn

Höfðingleg gjöf á Mánateig Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Í morgun færðu fyrrum aðstandendur á Mánateig, Hrafnistu Laugarási, höfðinglega gjöf. Um er að ræða verkjadæla af nýjustu gerð sem mun nýtast starfsfólki gríðarlega vel í umönnun heimilismanna á deildinni.

Starfsfólk og heimilismenn eru afskaplega þakklát og þakka innilega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

 

Lesa meira...

Hrafnista hefur starfsemi stærstu deildar landsins fyrir dagþjálfun einstaklinga með heilabilun

Lesa meira...

 

Í dag var merkisdagur í sögu Hrafnistu þegar Hrafnista við Laugarás vígði formlega  stærstu dagþjálfun landsins fyrir einstaklinga með heilabilun að viðstöddum borgarstjóra og heilbrigðisráðherra. Deildin nefnist Viðey og getur tekið á móti  þrjátíu einstaklingum á degi hverjum í dagþjálfun.

Við vígsluna fluttu ávörp Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, og Hálfdan Henrysson, formaður Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistu. Um ákveðin kaflaskil er að ræða í þjónustu við heilabilaða því aldrei fyrr hefur tekið til starfa hér á landi deild fyrir jafn marga sem sérstaklega er ætluð og sniðin að þörfum einstaklinga með heilabilun.

Um heilabilun

Heilabilun hefur stundum verið líkt við faraldur sem gengur yfir hinn vestræna heim um þessar mundir. Um er að ræða hrörnunarsjúkdóm sem veldur smám saman vaxandi heilaskaða sem ekki fylgir eðlilegri öldrun einstaklinga á efri árum. Rannsóknir sýna að kostnaður vestrænna samfélaga af völdum heilabilunar sé jafnvel meiri en sem nemur kostnaði vegna krabbameina og hjartasjúkdóma. Hér á landi hefur lengi vantað nægileg úrræði fyrir vaxandi fjölda einstaklinga með heilabilun, bæði hjúkrunarrými og meðferðarrými fyrir dagþjálfun. Hátt á annað hundrað manns sem greinst hafa eru á biðlista eftir því að komast að í dagdvalarrými á höfuðborgarsvæðinu. Er Viðey á Hrafnistu við Laugarás því kærkomin viðbót við þá faglegu þjónustu sem heilabilaðir þurfa á að halda hér á landi.

Elligleði gleður langveika með minnisjúkdóma

Tenórsöngvarinn Stefán Helgi Stefánsson söng nokkur lög í tilefni vígslu Viðeyjar og brá sér meðal annars í gervi Elvis Prestley. Stefán Helgi hefur ásamt Margréti Sesselju Magnúsdóttur heimsótt deildir langveikra með minnissjúkdóma á hjúkrunarheimilum og sjúkrahúsum frá því í mars 2009 þegar þau stofnuðu saman félagið Elligleði. Fyrsti viðburðurinn á vegum þeirra  var einmitt á lokaðri deild Hrafnistu fyrir einstaklinga með heilabilun sem nú heitir Viðey. Heimsóknir þeirra á Hrafnistuheimilin og aðra staði fyrir aldraða síðan árið 2009 nálgast 2500.

Fjölmenni var viðtstadd vígsluna þegar þessar myndir voru teknar.

 

Lesa meira...

Poppmessa á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Í gær var brugðið út af vananum og í stað hefðbundinnar helgistundar var haldin poppmessa  þar sem hljómsveitin Silfursveiflan spilaði að einskærri snilld. Séra Svanhildur sá um helgihaldið. Þetta var einstaklega vel lukkuð stund og heimilisfólkið ánægt með framtakið. 

 

Lesa meira...

Sigurbjörg Hannesdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Sigurbjörg og Pétur, forstjóri Hrafnistuheimilanna.
Lesa meira...

 

Sigurbjörg Hannesdóttir, deildarstjóri iðjuþjálfunar á Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Lesa meira...

Forsetahjónin í opinberri heimsókn í Reykjanesbæ í dag og litu við í þjónustumiðstöð Nesvalla

Lesa meira...

 

Forsetahjónin voru í opinberri heimsókn í Reykjanesbæ í dag. Þau heiðruðu eldri borgara í Reykjanesbæ með nærveru sinni á vegum félags eldri borgara og mættu á léttan föstudag í þjónustumiðstöð Nesvalla.Um 200 eldri borgarar mættu í gleðina þar sem allir sungu saman undir dynjandi harmonikkuspili þeirra félaga úr harmonikkufélagi Suðurnesja. Forsetahjónin gengu svo um og heilsuðu upp á eldri borgarana.

Íbúum Hrafnistu á Nesvöllum og Hlévangi var boðið í gleðskapinn og voru þau sem gátu þegið boðið alsæl eftir samverustundina.

 

Lesa meira...

Hjúkrunarheimilið Skógarbær orðið sjöunda Hrafnistuheimilið

Lesa meira...

Í dag, fimmtudaginn 2. maí, tók Hrafnista formlega við rekstri hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar sem staðsett er við Árskóga í Reykjavík. Rekstur og skuldbindingar starfseminnar munu áfram hvíla hjá Skógarbæ, en Hrafnista tekur yfir að stjórna og reka hjúkrunarheimilið.

Rebekka Ingadóttir, sem stýrt hefur málum Hrafnistu Boðaþingi í Kópavogi undanfarin ár, hefur verið ráðin forstöðumaður Skógarbæjar frá og með deginum í dag.

Mannauðsstefna Hrafnistu mun gilda í Skógarbæ líkt og á öðrum Hrafnistuheimilum og engin breyting verður á ráðningarsambandi við starfsfólk sem áfram verður við Skógarbæ. Starfseminni verður háttað í samræmi við hugmyndafræði Hrafnistu þar sem áhersla er lögð á andlega, líkamlega og félagslega vellíðan íbúanna.

Á samningstímabilinu, sem er til að byrja með til ársloka 2020, verður Hrafnista Skógarbæ sjálfstæður hluti rekstrarsamstæðu Sjómannadagsráðs. Í samningnum felst einnig nýting og rekstur á hluta af húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Árskóga sem samtengd er hjúkrunarheimilinu og rekin er af Reykjavíkurborg að hluta. Skógarbær er hjúkrunarheimili skammt frá Mjódd í Reykjavík, stofnsett árið 1997 með 81 hjúkrunarrými. Þar er meðal annars sérstök þjónusta fyrir unga hjúkrunaríbúa. Aðilar og stofnendur að sjálfseignarstofnuninni eru Reykjavíkurborg, Rauði Krossinn í Reykjavík og Efling stéttarfélag.

Skógarbær er sjöunda Hrafnistuheimilið og var það Rebekka forstöðumaður sem tók formlega við lyklavöldunum í morgun úr höndum Arnar Þórðarsonar stjórnarmanns Skógarbæjar. 

 

 

Lesa meira...

Nýr deildarstjóri hjúkrunar Hrafnistu Boðaþingi

Sigríður Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið ráðin deildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Boðaþingi frá og með 1. maí n.k. Sigríður útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands 1999 og hóf þá störf hjá hjúkrunarheimilinu Skjóli. Árið 2009 lauk hún diplómanámi í öldrunarhjúkrun við HÍ. Í apríl 2018 tók hún við sem aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar við Hrafnistu Boðaþingi.
 

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar Hrafnistu Boðaþingi

Anna Björk Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar við Hrafnistu Boðaþingi. Anna Björk hefur starfað á Hrafnistu Hraunvangi frá árinu 2015 en hún hefur einnig starfað á Landspítala. Hún útskrifast í vor sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands og mun taka við starfi aðstoðardeildarstjóra Boðaþings þann 10. ágúst n.k.
 

Síða 71 af 175

Til baka takki