Fréttasafn

Vegna umfjöllunar um þjónustu Hrafnistu í Laugarási

Lesa meira...

 

Eftir því sem aðstandendur taka aukinn þátt í öldrunarþjónustunni, fjölgar líka þeim sem hafa skoðanir á þjónustunni sem veitt er. Væntingar aðstandenda til þjónustu við aldraða eru jafn margvíslegar og aðstandendurnir eru margir. Þótt flestir séu ánægðir og þakklátir fyrir þjónustuna koma upp tilvik þar sem ekki tekst að uppfylla væntingar.

Um leið er gríðarlega mikilvægt að skjólstæðingar hjúkrunarheimila geti treyst því að persónuleg mál þeirra séu ekki í almennri umræðu af okkar hálfu. Við tökum heldur ekki þátt í opinberri umræðu um einstök og oft mjög viðkvæm mál. Ástæðan er þagnarskyldan sem hvílir á okkur sem starfsfólki og henni lýkur ekki við andlát. Sjónarmið okkar heyrast því sjaldan enda þótt ávallt séu ýmsar hliðar á sérhverju máli. Óvægin umræða og stundum dómharka samfélagsins í kjölfar einhliða málflutnings tekur vissulega á starfsfólk, sérstaklega þá sem rækja starf sitt af hvað mestri trúmennsku. Hún getur líka tekið verulega á aðra íbúa og aðstandendur þeirra.

Þar með er ekki sagt að við sem störfum að umönnun aldraðra séum hafin yfir gagnrýni. Þess vegna er það markmið okkar og ásetningur að hlusta vel á málefnalega gagnrýni og ekki síst góðar ábendingar um það sem betur megi fara og vera gagnrýnin á okkur sjálf. Við þurfum líka að hafa kjark til að biðjast afsökunar verði okkur á mistök. Slík samskipti eiga sér hins vegar stað milliliðalaust og í trúnaði, eins og önnur samskipti við íbúa og aðstandendur þeirra. Þjónusta við aldraða krefst fagmennsku, þolinmæði, hjartahlýju og einlægs áhuga á því að vera með öldruðum.

Til að lágmarka fjölda neikvæðra tilvika hafa hjúkrunarheimilin innleitt í æ ríkara mæli reglulegar gæðamælingar og skýrar verklagsreglur sem þó taka breytingum í samræmi við reynslu og bestu rannsóknir á  hverjum tíma á lífsgæðum aldraðra. Jafnframt er mikilvægt að geta þess að í lok síðasta árs stofnaði Hrafnista sérstakt embætti Umboðsmanns íbúa og aðstandenda á Hrafnistuheimilunum. Í þessu starfi felst að samræma upplýsingagjöf til íbúa og aðstandanda, um þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum sem og ýmis önnur ráðgjöf og fræðsla, til dæmis þegar ættingjum finnst þjónustunni verulega ábótavant. Hrafnistuheimilin leggja sig fram um að veita eins góða þjónustu og kostur er.

Nú standa yfir veigamiklar breytingar á eldhúsi Hrafnistu í Laugarási og er tilgangurinn að auka gæði og þjónustu við íbúa, starfsfólk og aðra þjónustuþega. Meðan á framkvæmdum stendur er heitur matur fyrir Hrafnistu í Laugarási eldaður í bráðbirgðaraðstöðu og hefur það gengið vel.

Það er hins vegar ekkert launungarmál að skert fjárframlög og stíf inntökuskilyrði hins opinbera, þar sem aðeins hinir allra veikustu fá heimild til búsetu á hjúkrunarheimili, hafa gert starfið meira krefjandi. Þrátt fyrir það erum við öll af vilja gerð til að gera ávallt okkar besta. Okkur þykja því sárar alhæfingar sem af og til birtast um slæma meðferð á öldruðum á Íslandi. Við fögnum hins vegar málefnalegri og uppbyggilegri umræðu. Við skulum jafnframt hafa í huga að hrós, þakklæti og hvatning sem starfsfólk hjúkrunarheimila fær frá íbúum og ættingjum, gefur kraft og lífsgleði til að halda góðu starfi áfram þó stundum blási á móti.

 

Pétur Magnússon,

forstjóri Hrafnistuheimilanna.

 

 

 

Lesa meira...

Fræðsla fyrir nýliða á Hrafnistuheimilinum vorið 2019

Lesa meira...

 

Í gær fór fram tíunda og síðasta nýliðafræðslan þetta vorið fyrir nýliða á Hrafnistuheimilunum en tvær þeirra voru fyrir hjúkrunar- og læknanema, sem og vaktstjóra sem höfðu ekki fengið álíka fræðslu áður. Alls sóttu 190 starfsmenn Hrafnistu þessa fræðsludaga og fjölmargir eldri og reyndari starfsmenn komu að því að halda fyrirlestra fyrir nýliðahópana.

Á næstu dögum verður send út könnun til nýliða þar sem þeir verða meðal annars spurðir út í nýliðafræðsluna sem og hvernig þeim fannst almennt tekið á móti þeim í starfi. Niðurstöðurnar verða notaðar til að meta hvar sé hægt að gera enn betur í þessum málum.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar á þessum fræðsludögum en fyrsta nýliðafræðslan fór fram í lok maí sl. 

 

 

 

 

Lesa meira...

Ólöf Ásgeirsdóttir tekur við stöðu aðstoðardeildarstjóra sjúkraþjálfunar á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Ólöf Ásgeirsdóttir hefur tekið við stöðu aðstoðardeildarstjóra sjúkraþjálfunar Hrafnistu Hraunvangi, en hún mun sinna starfinu á meðan Elín aðstoðardeildarstjóri er í fæðingarorlofi.

Ólöf lauk B.Sc. prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands vorið 1993 og  diplómagráðu í Lýðheilsuvísindum frá sama skóla haustið 2016. Hún hefur starfað sem sjúkraþjálfari hjá Hrafnistu frá 2017.

 

 

Lesa meira...

Nýr starfsmaður heilbrigðissviðs Hrafnistu

Lesa meira...

 

Lilja Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna.

Lilja er hjúkrunarfræðingur að mennt og er í mastersnámi við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hún er með áralanga reynslu af hjúkrun og stjórnun, bæði sem deildarstjóri og aðstoðardeildarstjóri á hjarta, lungna- og augnskurðdeild á Landspítala. Hún hefur mikla reynslu af umbótastarfi, innleiðingu verkefna og eftirfylgni, rekstri, gæðastarfi og fleiru sem á eftir að efla heilbrigðissvið Hrafnistu í þjónustu við deildir og aðra starfsemi Hrafnistuheimilanna.

Lilja mun hefja störf 1. október 2019. 

 

 

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Nesvöllum frá 1. september 2019

Sólrún Marý Gunnarsdóttir
Lesa meira...

 

Sólrún Marý Gunnarsdóttir mun taka við stöðu aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar á Nesvöllum frá 1. september 2019.

Sólrún útskrifaðist með BS gráðu í hjúkrunarfræði árið 2012 frá Háskóla Íslands.

Hún starfaði við aðhlynningu á hjúkrunarheimilinu Hlévangi frá árinu 2009 og svo sem hjúkrunarnemi þangað til hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur. Hún starfaði á Hlévangi til 15. mars 2014 en þá flutti hún sig yfir á Nesvelli þar sem hún hefur starfað síðan sem hjúkrunarfræðingur.

Sólrún er þrítugur Sandgerðingur í sambúð með Sævari Baldvinssyni og saman eiga þau tvö börn þau Elísabetu Eldey og Hafstein Heiðar.

 

Lesa meira...

Nýr deildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Hlévangi frá 1. september 2019

Helga Hjálmarsdóttir
Lesa meira...

 

Helga Hjálmarsdóttir mun taka við stöðu deildarstjóra hjúkrunar á Hlévangi frá 1. september 2019.

Helga útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1996 frá Die Schule für Pflegeberufe St. Vinzenz-Krankenhaus Hanau gGmbH í Þýskalandi. Hún vann frá útskrift á almennri skurðdeild við sama sjúkrahús til ársins 2003. Árið 2003 hóf hún störf á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, fyrst sem almennur hjúkrunarfræðingur og síðan sem aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar. Hún hefur starfað sem aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Nesvöllum síðan í mars 2014.

Helga er rúmlega fertugur Garðbúi gift Oliver Keller og saman eiga þau tvo syni, þá Erik og Eyvind.

 

 

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu Hlévangi Reykjanesbæ

Lesa meira...

 

Hið árlega sumargrill Hrafnistu Hlévangs var haldið í hádeginu sl. föstudag. Þó að sú gula hafi mætt eins og búið var að panta þá var of kalt til að vera utandyra og því var partýið flutt inn. Það var Múlakaffi sem grillaði dýrindis lambakjöt og kjúkling fyrir gesti og eldhús Hrafnistu sá um allt meðlæti og boðið var upp á ís í eftirrétt. Bandið Heiður spilaði og söng fyrir gesti og hélt uppi miklu stuði. Virkilega skemmtileg samverustund.

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Hið árlega sumargrill Hrafnistu Hraunvangi var haldið í gær, fimmtudaginn 4. júlí. Vegna veðurs var hátíðin haldin innandyra þetta árið en íbúar og gestir létu það ekki á sig fá og skemmtu sér vel.

Múlakaffi og eldhús Hrafnistu sáu til þess að allir fengju ljúffengan grillmat og ís í eftirétt og þökkum við vel fyrir okkur.

Böðvar hélt uppi stemmingunni eins og honum einum er lagið með ljúfum tónum og fjöldasöng.

Yndislegur dagur í alla staði.

 

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu Boðaþingi Kópavogi

Lesa meira...

 

Í Boðaþingi var sumri fagnað með árlegu sumargrilli í hádeginu í gær, miðvikudaginn 3. júlí. Veðrið var ekki að leika við íbúa og gesti og var fagnaðurinn haldinn inni, í húsakynnum Boðans.  Svenni kom og hélt uppi stemmingu með harmonikku, gleði og söng.  Eins og venjulega lá vel á íbúum í Boðaþingi og myndaðist skemmtileg stemming meðal íbúa og starfsfólks. Maturinn lukkaðist vel og kunnum við Múlakaffi og eldhúsi Hrafnistu bestu þakkir fyrir. Iðjuþjálfinn okkar hún Svana og kokkur Múlakaffis Eyþór reyndust gamlir sveitungar og vildu meina að það gerði allt betra að fá norðlenskt inngrip en Kópavogsbúar voru ekki alveg til í að samþykkja það.  Það var gaman að sjá hversu margir komu og tóku þátt í gleðinni með okkur en tæplega 160 manns mættu í ár.  Starfsfólk þakkar öllum sem komu fyrir gleðina og samveruna og starfsfólki öllu, bæði Boðans og Hrafnistu, fyrir frábæra samvinnu. 

 

Lesa meira...

Síða 66 af 175

Til baka takki