Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

18. apríl 2019 - Frá Neyðarstjórn Hrafnistu. Smávægilegur bruni í Boðaþingi

Hrafnista Boðaþing.
Hrafnista Boðaþing.

Um kl. 7 í morgun kom upp boð um eld í brunavarnakerfi Hrafnistu Boðaþingi. Starfsmenn á næturvakt hjúkrunarheimilisins kölluðu strax til lögreglu og slökkvilið en töluverður reykur var í matsal Boðans, þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar, sem sambyggð er við hjúkrunarheimilið. Starfsmenn slökktu eldinn strax sem kom út frá logandi kerti í borðskreytingu og húsnæðið var reykræst í kjölfarið.

Hvorki íbúar Hrafnistu né íbúar í nágrenninu voru í neinni hættu og skemmdir eru óverulegar.

Neyðarstjórn Hrafnistu þakkar starfsfólki snör og markviss viðbrögð, sem og lögreglu, slökkviliði og öryggisfyrirtæki sem tóku þátt í aðgerðum.

 

Fyrir hönd Neyðarstjórnar Hrafnistu,

Pétur Magnússon

Forstjóri Hrafnistuheimilanna.

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur