Fréttasafn

Rauður dagur á Hrafnistuheimilunum, jólamatur og jólagjafir til starfsmanna

Jólaundirbúningur er í hávegum hafður þessa dagana á Hrafnistuheimilunum. Búið er að setja upp jólaskreytingar á öllum deildum og undanfarna daga hafa íbúar og starfsfólk m.a. dundað sér við jólabakstur. 

Íbúum og starfsfólki á öllum Hrafnistuheimilunum var boðið í jólamat í hádeginu í gær. Starfsfólk fékk afhentar jólagjafir frá Hrafnistu og allir voru hvattir til að klæðast rauðu í tilefni dagsins.

Það er ávallt mikið líf og fjör á þessum degi og allir komast í mikið jólaskap.

Meðfygjandi myndir tala sínu máli en þær voru teknar af starfsfólki Hrafnistu í gær á Hrafnistu Nesvöllum, Laugarási, Ísafold í Garðabæ og á Hrafnistu Sléttuvegi.

 

Lesa meira...

Velferðarþjónustan grípur boltann

 

Í vikunni birtist eftirfarandi grein eftir þau Björn Bjarka Þorsteinsson formann stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), Maríu Fjólu Harðardóttur varaformann stjórnar SFV og Sigurjón Norberg Kjærnested framkvæmdastjóra SFV.

 

Velferðarþjónustan grípur boltann

Ný ríkisstjórn er tekin við völdum skipuð sömu flokkum og undanfarin fjögur ár. Að þessu sinni er víða nýtt fólk komið í brúna og nýtt skipurit hefur tekið gildi í stjórnarráðinu hvað ýmsa málaflokka varðar. Við forystufólk Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu óskum nýjum ráðherrum og alþingismönnum öllum til hamingju með að nýtt kjörtímabil sé hafið með öllum þeim áskorunum sem við blasa.

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er horft til ýmissa mikilvægra þátta er varða velferð þjóðarinnar og stiklað á mörgum mikilvægum þáttum sem horfa á til á þeim vettvangi á næstu fjórum árum. Það var ánægjulegt fyrir okkur í velferðarþjónustunni að sjá í stjórnarsáttmála skýra framtíðarsýn og velvilja í garð okkar starfsemi. Nú er komið fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár og er það von okkar að þegar þingið hefur lokið umfjöllun og breytingum á því, þá sjáist þar skýr og einbeittur vilji til að standa vel að rekstri fyrirtækja í velferðarþjónustu sem og að byggja upp til framtíðar.

Hjartað í þeirri þjónustu sem við viljum veita er einstaklingurinn sjálfur. Hann á að hafa aðgang að samþættri þjónustu, heimahjúkrun og stuðningsþjónustu. Við fögnum því að í nýjum stjórnarsáttmála er tekið undir þessa nálgun. Eitt stærsta og mikilvægasta verkefnið er að sjá þetta raungerast með því að koma í framkvæmd nýrri stefnu í málefnum aldraða. Við sem störfum í velferðarþjónustu vonum að þetta geti gerst hratt og örugglega í samræmi við það sem kemur fram í nýjum stjórnarsáttmála.

Ágætu ráðherrar og alþingismenn, við í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, erum nú sem fyrr til samstarfs og þjónustu reiðubúin, því saman getum við meira. Innan þeirra stofnana og fyrirtækja sem að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu standa, er mikill mannauður og sérþekking á viðfangsefnum heilbrigðiskerfisins. Það er frá okkar fólki og fyrirtækjum sem lausnirnar og nýsköpunin í þessum málaflokki mun koma. Þannig berum við því miklar vonir til þess að fá að taka þátt í starfi og jafnvel leiða vinnu verkefnisstjórnar sem boðað er að skipuð verði til að koma verkefninu í framkvæmd. Með framsýnum stjórnarsáttmála hafið þið kastað boltanum. Fagfólkið í velferðarþjónustunni er tilbúið að grípa hann.

 

Lesa meira...

Árlegur kótilettudagur Hrafnistu haldinn á öllum Hrafnistuheimilunum

Hinn árlegi kótilettudagur var haldinn hátíðlegur á öllum Hrafnistuheimilunum átta í hádeginu í gær. Dagurinn er haldinn sem næst stofndegi Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilanna en Sjómannadagsráð var stofnað þann 25. nóvember 1937, eða fyrir 84 árum.

Á þessum degi býður Sjómannadagsráð íbúum og starfsfólki öllu í mat þar sem boðið er upp á þjóðarrétt Hrafnistu, kótlettur í raspi með brúnuðum kartöflum, grænum baunum og rauðkáli ásamt ís, að ógleymdu hinu eina og sanna malti og appelsíni. Þessi matur rennur ávallt jafn ljúflega ofan í bæði íbúa og starfsfólk, allir kunna vel að meta og virðast aldrei fá nóg af enda kótilettur í raspi herramannsmatur og víða að mörgum kunnar þeim gestum sem hafa fengið að smakka hér hjá okkur á Hrafnistu.  

Á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði spiluðu og sungu þeir Matthías Ægisson og Oddur Carl Thorarensen undir borðhaldinu við mikla hrifningu viðstaddra.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistu Hraunvangi og á Hrafnistu Nesvöllum og Hlévangi í hádeginu í gær.  

 

Lesa meira...

Hrafnistuheimilin hljóta jafnlaunavottun

 

Hrafnistuheimilin hafa hlotið jafnlaunavottum og heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið. Í því felst að staðfest er að Hrafnista hefur fengið vottun á jafnlaunakerfi sínu samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST 85:2012 og uppfyllir öll skilyrði hans.

Jafnlaunavottunin veitir staðfestingu á því að launaákvarðanir séu kerfisbundnar, að fyrir hendi sé jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum jafnlaunastaðalsins og reglubundið sé fylgst með því að starfsfólk sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf hafi sambærileg laun óháð kyni.

Vinna við undirbúning jafnalaunavottunar hefur staðið yfir hjá Hrafnistu um nokkurt skeið en töluverð vinna hefur farið í að samræma starfsheiti og starfslýsingar milli heimila. Búin hafa verið til jafnlaunviðmið og störf flokkuð saman í starfahópa. Verklag tengt launaákvörðunum hefur verið yfirfarið, auk skjölunar og úrvinnsla frávika sem upp kunna að koma. Hlutverk varðandi launaákvarðanir hafa jafnframt verið skýrð. Öll þessi vinna hefur aukið gegnsæi og samræmi í öllum launaákvörðunum hjá Hrafnistu.

Launagreining sem gerð var í aðdraganda jafnlaunavottunar sýnir að ekki er marktækur munur á launum karla og kvenna í sambærilegum eða jafnverðmætum störfum hjá Hrafnistu.

Innleiðing jafnlaunakerfisins er frábær viðbót í okkar starf og styður með formlegum hætti við málefnalegar launaákvarðanir. Það að vera með vottað gæðakerfi í kringum launamál Hrafnistu veitir jákvætt aðhald og tækifæri til að rýna málin reglulega.

 

Lesa meira...

Kærleikskeðjan

Íbúar á Hrafnistu Hlévangi eru fullir þakklætis fyrir þann einstaka hlýhug sem Rebekkustúkan Eldey hefur sýnt íbúum Hlévangs síðustu ár. Þessi vinátta er kölluð kærleikskeðjan.

Í dag afhentu þær Inga Lóa og Jóna Björg, fyrir hönd Rebekkustúkunnar Eldeyjar, heimilinu að gjöf þrjá lazyboy stóla og þrjá ilmkjarnaolíulampa. Er Rebekkustúkunni Eldey þakkað innilega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Einnig færði búðin Zolo heimilinu ilmkjarnaolíulampa, ilmkerti og olíur og eru þeim færðar hjartans þakkir fyrir hlýhuginn.

Þessar gjafir eiga svo sannarlega eftir að nýtast íbúunum vel.

Þær Þuríður I. Elísdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjanesbæ og Helga Hjálmarsdóttir hjúkrunardeildarstjóri á Hlévangi (Þuríður og Helga t.v. á myndinni) veittu þessum gjöfum viðtöku í dag og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

 

Lesa meira...

Grímuskylda á Hrafnistuheimilunum

Kæru íbúar og aðstandendur.

Því miður erum við aftur í þeirri stöðu að  Covid-smit í samfélaginu eru í örum vexti. Því þarf að grípa strax til aðgerða á Hrafnistuheimilunum. Horft er til tilmæla sóttvarnaryfirvalda í þeim efnum. Í aðgerðum sínum vill neyðarstjórn Hrafnistu leggja áherslu á að hertar aðgerðir miðist við að hafa sem minnst áhrif á daglegt líf íbúanna.  Til að svo megi verða er lögð enn meiri áhersla á sóttvarnarreglur tengt starfsmönnum, aðstandendum, gestum og öðrum þeim sem koma á Hrafnistuheimilin.

Reglum um heimsóknartíma hefur ekki verið breytt, en við biðjum alla að lesa vel  og fylgja eftirfarandi:

  1. Grímuskylda ALLIR gestir þurfa að bera andlitsgrímu við komu á heimilin. Heimilt er að taka grímuna niður inn á herbergi íbúa. Ekki er heimilt að vera með margnota grímur.
  2. Ekki er heimilt að nýta setustofur og borðstofur eininga/deilda til heimsókna né önnur alrými á heimilunum s.s. borðsali.
  3. Íbúum er áfram heimilt að fara út í garð og í gönguferðir með sínum nánustu, en einnig er heimilt að fara með íbúa út af heimilinu í bílferðir eða heimsóknir. Neyðarstjórnin biðlar til íbúa, aðstandenda og annarra gesta að fara ekki í mannfagnaði eða aðrar samkomur með íbúa.
  4. Fullbólusettir aðstandendur sem dvalið hafa erlendis– Þeim er heimilt komið í heimsókn eftir að hafa farið í skimun á landamærum og niðurstaða úr skimun er neikvæð ásamt því að þeir séu með öllu einkennalausir. Mikilvægt er samt að hafa samráð við stjórnendur deilda.
  5. Óbólusettir aðstandendur sem eru að koma erlendis frá mega ekki koma í heimsókn inn á heimilin fyrr en 14 dagar eru liðnir frá heimkomu (undanþágu er hægt að fá í samráði við stjórnendur deildar ef um skyndileg veikindi/lífslokameðferð er að ræða hjá íbúa).
  6. Undanþága frá reglum um heimsóknir hverju sinn, er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vaktstjóra deildar

Alls ekki koma í heimsókn ef:

  1. Þú ert í sóttkví eða smitgát
  2. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
  3. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  4. Þú ert með COVID-19 lík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang, uppköst o.fl.).
  5. Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.

 

Munið að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun.

 

  Neyðarstjórn Hrafnistu

 

 

Lesa meira...

Vetrarhátíð á Hrafnistu Laugarási

 

Hin árlega Vetrarhátíð var haldin á Hrafnistu Laugarási í gær. Venju samkvæmt var boðið var upp á kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi ásamt ís í eftirrétt. Í Skálafelli sáu Guðrún Gunnarsdóttir söngkona og Pálmi Sigurhjartarson píanóleikari sáu um tónlistina undir borðhaldi og Bragi Fannar spilaði á harmonikku.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistu Laugarási í gær.

 

Lesa meira...

Metnaðarfullt hrekkjavökuball á Hrafnistu Hraunvangi

 

Hrekkjavökuball var haldið á Hrafnistu Hraunvangi sl. föstudag þar sem Hjördís Geirs og DAS bandið sáu um að halda uppi fjörinu. Boðið var upp á léttar veitingar og hrollvekjandi skreytingar!

Stöð2 kíkti við á ballið og tók fólk tali. Hægt  er að horfa á fréttina með því að smella HÉR

 

Lesa meira...

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Hrekkjavaka á Hrafnistu

 

Það var mikið um dýrðir á Hrafnistuheimilunum sl. föstudag þegar haldið var hátíðlega upp á Hrekkjavökuna. Hrekkjavökuskreytingar voru settar upp á mörgum deildum og starfsfólk klæddi sig upp í hræðilega búninga eins og meðfylgjandi myndir sýna. 

 

Lesa meira...

Síða 21 af 175

Til baka takki