Fréttasafn

Helga og Rannveig eiga 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís Hulda, Helga, Rannveig og Hjördís Ósk.

 

Þær Helga Halldórsdóttir og Rannveig Helgadóttir, sem báðar starfa á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, hafa starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum þeim til hamingju með áfangann er þeim þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem þær hafa sýnt heimilinu.

Helga og Rannveig fengu afhentar starfsafmælisgjafir frá Hrafnistu að þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Á myndinni eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, Helga og Rannveig ásamt Hjördísi Ósk Hjartardóttur, deildarstjóra á Sjávar- og Ægishrauni.

 

Lesa meira...

Októberfest á Hrafnistu Sléttuvegi

 

Það var sannkölluð festival stemning á Hrafnistu Sléttuvegi miðvikudaginn 13. október síðastliðinn en þá var haldið októberfest. Starfsfólk klæddi sig upp í lederhosen og dirndl og boðið var upp á saltkringlur og bjór á öllum deildum. Að sjálfsögðu voru svo veitt verðlaun fyrir besta búninginn.

 

Lesa meira...

Bleiki dagurinn á Hrafnistu 15. október 2021

 

Árlegt árvekniátak bleiku slaufunnar er í fullum gangi og þann 15. október var hinn árlegi bleiki dagur. Á bleika deginum eru landsmenn hvattir til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Íbúar og starfsfólk Hrafnistuheimilanna hafa ekki látið sitt eftir liggja í vitundarvakningunni gegnum árin og lagt metnað sinn í að vera sem bleikastir á bleika daginn. Heimili Hrafnistu eru að sama skapi skreytt með bleiku og starfsfólk deilda er hvatt til þess að hafa umhverfi sitt sem bleikast.

Meðfylgjandi myndir eru frá lífinu á Hrafnistuheimilunum á bleika deginum sl. föstudag.

 

Lesa meira...

Haustfagnaður á Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ

Hinn árlegi haustfagnaður var haldinn á Hrafnistu Nesvöllum í gær. Venju samkvæmt var boðið var upp á kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi og ís í eftirrétt. Bandið Heiður spilaði og söng fyrir íbúa og starfsfólk og hélt uppi góðri stemningu og  margir tóku undir í söngnum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistu Nesvöllum í gær.

 

Lesa meira...

Öldrunarráð Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk í Rannsóknarsjóð Öldrunarráðs

 

Öldrunarráð Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk í Rannsóknarsjóð Öldrunarráðs. Umsóknarfrestur er til og með 19. október 2021. Úthlutað verður á aðalfundi Öldrunarráðs Íslands þann 9. nóvember næstkomandi.

Einnig óskar Öldrunarráð eftir tilnefningum til viðurkenningar Öldrunarráðs Íslands. Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar. Frestur til að senda inn tilnefningar er til og með 19. október 2021.

Viðurkenningar

Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar og er auglýst eftir tilnefningum í fjölmiðlum. Viðurkenningin er svo veitt á aðalfundi Öldrunarráðs, sem haldinn er í maí.

Nánar má lesa um viðurkenningar Öldrunarráðs með því að smella HÉR

 

Frekari upplýsingar varðandi umsóknarferlið má lesa með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan:

Lesa meira...

Árlegur haustfagnaður á Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði

 

Árlegur haustfagnaður Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði var haldinn hátíðlegur í hádeginu fimmtudaginn 7. október sl. Um veislustjórn sáu þeir Björgvin Franz og Þorgeir Ástvaldsson.

Aríel Pétursson, nýkjörinn formaður Sjómannadagsráðs, flutti erindi og Dansbandið sá um að halda uppi fjöri á ballinu sem fram fór eftir borðahaldið.

Mikil gleði var við völd enda langþráður draumur orðinn að veruleika að mega loksins koma saman og skemmta sér. Meðfylgjandi myndir voru teknar á haustfagnaðinum og eins og sjá má á myndunum skemmtu allir sér vel.

 

Lesa meira...

Árlegur haustfagnaður á Hrafnistuheimilunum

 

Þessa dagana fer hinn árlegi haustfagnaður fram á Hrafnistuheimilunum þar sem boðið er upp á kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi og ís í eftirrétt. Í gær var haustfagnaður haldinn hátíðlegur í hádeginu á Hrafnistu Hlévangi í Reykjanesbæ, Hrafnistu Skógarbæ, Boðaþingi, á Ísafold, Sléttuvegi og í Hraunvangi.

Meðfylgjandi myndir eru frá haustfagnaði sem haldinn var á Hrafnistu Hlévangi og í Skógarbæ.

Á Hlévangi hélt Hjörleifur Már úr bandinu Heiður uppi góðri stemningu og spilaði og söng fyrir íbúa og margir tóku undir í söng.

Á Hrafnistu í Skógarbæ spilaði Guðrún Árný og söng fyrir íbúa á meðan skálað var í sherry og baileys.

 

Lesa meira...

Saliha Lirache 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Ólafur, Særún, Saliha og Oddgeir.

 

Saliha Lirache, starfsmaður í eldhúsi á Hrafnistu í Laugarási,  hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Saliha Lirache fékk afhenta starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu að þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Á myndinni eru frá vinstri: Ólafur Haukur Magnússon yfirmaður eldhússins, Særún Embla Kristmannsdóttir, Saliha Lirache og Oddgeir Reynisson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Hrafnistu.

Særún Embla átti 3 ára starfsafmæli og fékk einnig afhenta starfsafmælisgjöf samkvæmt venju hér á Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Ólöf Erna Arnardóttir 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Ólöf Erna Arnardóttir, sjúkraliði á Ölduhrauni Hrafnistu Hraunvangi,  hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Ólöf Erna fékk afhenta starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu að þessu tilefni og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, Hrönn Önundardóttir hjúkrunardeildarstjóri á Ölduhrauni, Ólöf Erna, Hrefna Ásmundsdóttir hjúkrunardeildarstjóri á Báruhrauni og María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Síða 22 af 175

Til baka takki