Fréttasafn

Alzheimer kaffi fimmtudaginn 5. janúar í Hæðargarði 31

Lesa meira...

 

Alzheimer kaffi verður haldið fimmtudaginn 5. janúar nk. kl. 17:00 að Hæðargarði 31.

Ólína Kristín Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Maríuhúss mun fjalla um framúrskarandi rannsóknir og umönnun fólks með heilabilun. 

Alzheimerkaffi er fyrir fólk með alzheimer eða aðra minnissjúkdóma og aðstandendur þeirra

Markmiðið er að gefa fólki tækifæri til að koma saman, opna umræðuna um erfiðleika fólks með þennan sjúkdóm og gefa þeim og aðstandendum kost á að hitta aðra sem glíma við svipaðan vanda.

Einnig að veita ráðgjöf, fræðslu, spjalla, syngja, gleðjast og eiga gæðastundir. 

 

Aðgangseyrir 500 kr.

Allir velkomnir!

 

 

 

Lesa meira...

Vínartónleikar í hæsta gæðaflokki á Hrafnistu

Elmar Gilbertsson og Guðrún Ingimarsdóttir
Lesa meira...

Árið 2017 er mikið afmælisár í sögu Hrafnistu.

Hrafnista byrjar afmælisárið af krafti og býður íbúum og öðrum gestum upp á Vínartónleika í hæsta gæðaflokki.

Stórsöngvararnir Elmar Gilbertsson tenór og Guðrún Ingimarsdóttir sópran, sem voru stjörnur Vínartónleika Sinfoníuhljómsveitar Íslands árið 2016, munu heimsækja okkur ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur undirleikara og bjóða upp á fjörlega dagskrá.

ALLIR VELKOMNIR!

 

Tónleikarnir verða haldnir sem hér segir:

2. janúar (mán) kl. 10:30 - Hrafnista Hafnarfirði

2. janúar (mán) kl. 13:30 – Hrafnista Nesvöllum

2. janúar (mán) kl. 15:30 – Hrafnista Hlévangi

3. janúar (þri) kl. 14:00 – Hrafnista Kópavogi

4. janúar (mið) kl. 14:00 – Hrafnista Reykjavík

 

Nánari upplýsingar má finna á hverju heimili fyrir sig.

 

Lesa meira...

Birna María Einarsdóttir nýr aðstoðardeildarstjóri á Lækjartorgi/Engey/Viðey Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Birna María Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðinn aðstoðardeildarstjóri á Lækjartorg/Viðey/Engey Hrafnistu í Reykjavík frá og með 3. janúar 2017. Birna hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu í Reykjavík og LSH en tekur nú við stöðu aðstoðardeildarstjóra.

 

Við óskum Birnu hjartanlega til hamingju og bjóðum hana velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

 

Lesa meira...

Jólaheimsókn á Hrafnistuheimilin

Lesa meira...

 

Undanfarna daga hefur Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, farið í árlega jólaheimsókn á öll Hrafnistuheimilin ásamt fríðu föruneyti. Hópurinn hefur heimsótt allar deildar og einingar Hrafnistuheimilanna og sungið og spilað jólalög fyrir íbúa, starfsfólk og aðra gesti. Skemmtilegur siður og hátíðleg heimsókn sem heimilisfólk og starfsfólk kann vel að meta og kemur öllum í jólaskap.

 

Lesa meira...

Jólaball starfsfólks Hrafnistuheimilanna

Lesa meira...

 

Starfsfólk Hrafnistuheimilana á höfuðborgarsvæðinu héldu sitt árlega jólaball í Hafnarfirðinum þann 11. desember sl. 
Fullorðinir og börn skemmtu sér vel saman og jólasveinarnir kíktu til okkar með glaðning handa börnunum.

 

Myndir: Anna Björg Sigurbjörnsdóttir 
Frétt: Harpa Björgvinsdóttir

Lesa meira...

Jólamatur á Hrafnistu

Lesa meira...

Þann 9. desember sl. bauð Hrafnista öllu starfsfólkinu á heimilinu í jólamat. Fólk kunni vel að meta og rann purusteikin ljúflega niður með jólaölinu. Þennan dag klæddist starfsfólk rauðu til að auka á jólastemminguna.

 

Lesa meira...

Síða 134 af 175

Til baka takki