Fréttasafn

Dalrós Jónasdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Kópavogi

F.v. Bjarney, Dalrós og Pétur.
Lesa meira...

 

Dalrós Jónasdóttir, sjúkraliði á Lóulundi Hrafnistu í Kópavogi, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstriBjarney Sigurðardóttir forsöðumaður Hrafnistu í Kópavogi, Dalrós og Pétur Magnússon forstjóri. 

 

 

Lesa meira...

Ásta María Sigurðardóttir 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Pétur, Ásta María og Magnús.
Lesa meira...

 

Ásta María Sigurðardóttir, starfsmaður í eldhúsi á Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri, Ásta María og Magnús Margeirsson yfirmaður eldhúsa.

 

 

 

Lesa meira...

Starfsafmæli á Hrafnistu í Reykjavík

F.v. Sigrún, Hulda Birna, Sigrún Linda og Pétur.
Lesa meira...

Sigrún Linda Birgisdóttir, hlaupari á Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár og Hulda Birna Frímannsdóttir, einnig hlaupari á Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 3 ár. Um leið og við óskum þeim til hamingju með áfangann er þeim þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem þær hafa sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigrún Stefánsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, Hulda Birna, Sigrún Linda og Pétur Magnússon forstjóri. 

 

 

Lesa meira...

Hrafnista tekur við starfsemi hjúkrunarheimilisins Ísafoldar í Garðabæ

Lesa meira...

Í dag, miðvikudaginn 1. febrúar, er merkur dagur í sögu Hrafnistu þar sem Hrafnista mun formlega taka við starfsemi hjúkrunarheimilisins Ísafoldar í Garðabæ. Garðabær hefur rekið hjúkrunarheimilið Ísafold frá opnun árið 2013 en þar búa 60 einstaklingar. Frá og með deginum í dag mun heimilið formlega heita Hrafnista Garðabæ – Ísafold. Hrafnistuheimilin eru því orðin 6 talsins.

 

Aðalsímanúmer Ísafoldar verður áfram óbreytt s. 535 2200.

Ný netföng starfsmanna á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold má finna hér.

Símanúmer deilda á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold má finna hér.

 

Lesa meira...

Alzheimer kaffi fimmtudaginn 2. febrúar í Hæðargarði 31

Lesa meira...

Alzheimer kaffi verður haldið fimmtudaginn 2. febrúar nk. kl. 17:00 að Hæðargarði 31.

Kynning verður á erindum sem fram komu á ráðstefnu evrópsku Alzheimersamtakanna.

Alzheimerkaffi er fyrir fólk með alzheimer eða aðra minnissjúkdóma og aðstandendur þeirra. Markmiðið er að gefa fólki tækifæri til að koma saman, opna umræðuna um erfiðleika fólks með þennan sjúkdóm og gefa þeim og aðstandendum kost á að hitta aðra sem glíma við svipaðan vanda.

Einnig að veita ráðgjöf, fræðslu, spjalla, syngja, gleðjast og eiga gæðastundir. 

Aðgangseyrir 500 kr.

Allir velkomnir!

 

 

Lesa meira...

Síða 131 af 175

Til baka takki