Fréttasafn

Jólakaffi á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Starfsfólkið á Sjávar- og Ægishrauni bauð heimilisfólkinu sínu í jólakaffi, miðvikudaginn 7. desember sl. Starfsfólkið kom með veitingarnar og bauð upp á heitt súkkulaði með rjóma og einnig var boðið upp á Sherrystaup. Birgitta Björt starfsmaður á Sjávar- og Ægishrauni spilaði undir á gítar og starfsfólkið söng nokkur jólalög fyrir heimilisfólkið. Jólakaffið heppnaðist mjög vel og voru bæði heimilismenn og starfsmenn mjög ánægð með samveruna.

 

Texti og myndir: Hjördís Ósk

 

Lesa meira...

Jólabingó á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Hið árlega jólabingó var haldið á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 7. desember s.l. Þátttaka var mjög góð og allir skemmtu sér konunglega.
Við viljum þakka Bónus, Fjarðarkaup, Stoð, Fastus, Eirberg, Freyju, Góu, Guju söluaðila Volare, 121 ehf. og Pennanum kærlega fyrir veittan stuðning.


Myndir: Harpa Björgvinsdóttir deildarstj iðjuþjálfunar og félagsstarfs
Frétt: Kristín Margrét Ívarsdóttir aðstoðarm. iðjuþjálfa.

 

Lesa meira...

Leikskólabörn í heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Börnin af leikskólunum Hjalla, Álfabergi og Norðurbergi koma í heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Hver leikskóli á sína vinadeild hér á Hrafnistu og hafa myndast skemmtileg tengsl á milli barnanna og heimilisfólksins. 
Núna í desember komu þau til okkar og aðstoðu við að skreyta jólatrén hjá okkur og þáðu svo smákökur og djús á eftir.

 

Lesa meira...

Dagbjört Michaelsdóttir 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

F.v. Sólborg, Anný Lára, Dagbjört og Pétur.
Lesa meira...

 

Dagbjört Michaelsdóttir, sjúkraliði á Báruhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sólborg Tryggvadóttir aðstoðardeildarstjóri á Báruhrauni, Anný Lára deildarstjóri, Dagbjört og Pétur Magnússon forstjóri.

 

Lesa meira...

Síða 137 af 175

Til baka takki