Fréttasafn

Konurnar á Hrafnistu ræða jólahefðir. Grein í helgarblaði Fréttatímans.

Lesa meira...

 

Það var glatt á hjalla í jólaboði sem Jónína Jörgensdóttir hélt fyrir nokkrar hressar konur á Hrafnistu í Reykjavík þegar blaðamaður kíkti við í síðustu viku. Þessar konur hittast á hverjum föstudegi og ræða saman um lífið og tilveruna. Meðfylgjandi grein birtist í helgarblaðinu um síðustu helgi þar sem þessar hressu konur rifja upp jólin fyrr á tímum.

 

Borðar ekki rjúpur vegna Jónasar Hallgrímssonar Konurnar á Hrafnistu ræða jólahefðir, Bíldudals grænar baunir og jólastressið.

„Það var ekki mikið af pökkum hér áður fyrr. Ég var átta ára þegar ég fékk fyrstu jólagjöfina. Það var kertapakki, lítill með snúnum kertum í öllum regnbogans litum. Það var ekkert rafmagn þá og þegar fór að birta af degi á jóladag þá fór ég með kertin fram í bæjardyr til að skoða herlegheitin, ég gleymi þessu aldrei,“ segir Hólmfríður, íbúi á Hrafnistu í Reykjavík. Þegar blaðamaður kom á Hrafnistu var jólakvennaboð í matstofunni. Það verið að ræða gamlar og nýjar jólahefðir, hvernig jólamaturinn hefur þróast og hvað gjafamenningin hefur breyst. Á borðum var jólabland, hangikjöt og smákökur. „Nú er mikil hefð fyrir rjúpum en ég vil bara ekki láta drepa rjúpur. Eftir að ég las kvæðið Óhræsið eftir Jónas Hallgrímsson um rjúpuna þá get ég ekki hugsað mér að borða hana,“ segir Þorgerður. „Grænar baunir frá Ora og vel brúnaðar kartöflur með miklum sykri og heimagert rauðkál verða alltaf að vera á jólunum,“ segir Þórunn Benný. „Bíldudals grænu baunirnar stóðu samt alltaf fyrir sínu,“ segir Þorgerður og beinir orðum sínum til Þórunnar. Pása var tekin á umræðum um mat og lesið var kvæði frá Stefáni frá Hvítadal um jólin: kertin mín.“

„Ó, blessuð jólin,

er barn ég var.

Ó, mörg er gleðin að minnast þar.

Í gullnum ljóma,

hver gjöf mér skín.

En kærust vor mér

kertin mín.“

„Þetta lýsir nú boðskap jólanna,“ segir Hólmfríður, „og hvað er hægt að gleðjast yfir litlu,“ segir Þórunn. Konurnar á Hrafnistu taka eftir því að meira stress fylgi jólunum nú en áður fyrr. „Ég var nú að taka eftir því í útvarpinu, því ég hlusta bara á útvarp, að það var verið að tala um undirbúning jólanna og allt í kringum þau og það var hvergi minnst á það að það hafi barn fæðst á jólunum,“ segir Hólmfríður. „Það eru flestir búnir að gleyma því. Allir að kafna í þessum gjöfum og veseni,“ segir Þórunn um jólastressið sem einkennir landann um þessar mundir. „Alltaf klukkan sex á að- fangadag átti maður að vera kominn í jólafötin. Þá var lesinn húslestur af húsbónda heimilisins,“ segir Þórunn. Húslestur var stund á heimili fólks og lesin guðsorð þegar heimilisfólk hafði ekki tök á að fara til kirkju til messu vegna veðurs. „Þessi stund var heilög og tengdi fjölskylduna saman. Núna eru allir að flýta sér, ég bara skil þetta ekki,“ segir Hólmfríður. „Á mínu heimili var alltaf lesið guð- spjallið áður en pakkarnir voru teknir upp, við vorum ekkert að flýta okkur,“ segir Þorgerður og brosir. Jólaboðinu lauk með laginu Bráðum koma blessuð jólin til þess að koma öllum í jólaskapið.

 

Texti: Helga Dögg Ólafsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

Lesa meira...

Hrafnista fær góðar gjafir frá Heimsleikaförum slökkviliðsmanna

Lesa meira...

 

Í vikunni var Hrafnistu færðar góðar frá Heimsleikaförum slökkviliðsmanna, sem er félagsskapur innan slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Slökkviliðsmenn afhentu Hrafnistu Mp3 geislaspilara og heyrnartól í samstarfi við Sjónvarpsmiðstöðina, píluspjald í samstarfi við Pingpong.is og Ipad fyrir skynörvunarherbergi sem verið er að setja upp. Gjafirnar eru hluti af ágóða sem slökkviliðsmennirnir fá fyrir árlega sölu á dagatali sem skreytt er með myndum af þeim, en frá upphafi hefur hluti ágóðans verið gefinn til góðgerðarmála og í ár vorum við svo heppin að njóta þeirra góða framlags.
Með sölu á dagatalinu fjármagna slökkviliðsmennirnir ferð sína á alþjóðlega heimsleika slökkviliðs- og lögreglumanna sem haldnir eru annað hvert ár. Þar er keppt í 60 til 70 greinum, ýmist í hefðbundnum íþróttum eða starfstengdum greinum eins og að rúlla upp slöngum.

Við þökkum kærlega fyrir okkur. Gjafirnar munu nýtast vel í starfi með heimilisfólkinu okkar.

 

 

Lesa meira...

Guðfinna Eðvardsdóttir ráðin hjúkrunardeildarstjóri Hrafnistu Hlévangi frá 1. janúar nk.

Guðfinna Eðvardsdóttir
Lesa meira...

 

Guðfinna Eðvardsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri Hrafnistu Hlévangi frá 1. janúar næstkomandi. Guðfinna starfaði sem læknaritari við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá 1995 til 2005. Útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum á Akureyri árið 2009. Starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja við heimahjúkrun og á lyf- og handlækningadeild 2009-2010. Kom til starfa á Hlévangi 2010 sem þá var rekið af Dvalarheimili aldraðra á suðurnesjum, Guðfinna hefur starfað hjá Hrafnistu frá því að Hrafnista tók við rekstrinum árið 2014. Frá hausti 2016 hefur Guðfinna starfað sem aðstoðardeildarstjóri á Hlévangi. Jafnframt starfaði Guðfinna á Lærdal alders og sjukeheim í Noregi árið 2014. Samhliða hjúkrun hef hún starfað sem flugfreyja undanfarin ár.

Síðastliðið haust hefur Guðfinna stundað diplomanám í stjórnun í heilbrigðisþjónustu við Háskólann á Akureyri.

Guðlaug Gunnarsdóttir sem hefur gengt stöðu hjúkrunardeildarstjóra frá því í haust snýr aftur í sína stöðu sem aðstoðardeildarstjóri.

Við bjóðum Guðfinnu velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

 

 

Lesa meira...

Sigríður Rós Jónatansdóttir ráðin hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu Nesvöllum

Sigríður Rós Jónatansdóttir
Lesa meira...

 

Sigríður Rós Jónatansdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri Hrafnistu Nesvöllum. Sigríður Rós, sem er fædd 1980,  hefur starfað við aðhlynningu frá árinu 2000 – 2005 og sem sjúkraliði á Garðvangi sem þá var rekið af  Dvalarheimili aldraðra á suðurnesjum frá árinu 2005 – 2013. Sigríður lauk BS prófi í hjúkrunarfræði árið 2013 frá Háskólanum á Akureyri og starfaði á Garðvangi, þar til Hrafnista tók við rekstrinum. Samhliða starfi sem hjúkrunarfræðingur hjá Dvalarheimilum aldraðra á suðurnesjum starfaði hún við skólahjúkrun í Gerðaskóla árin 2013 -2014. Sigríður hefur starfað á Nesvöllum frá opnum árið 2014, auk þess hefur Sigríður starfað á bráða- og legudeild HSS á sumrin. Sigríður lauk diplóma námi í stjórnun frá Háskólanum á Akureyri í desember 2016.

 

Við bjóðum Sigríði velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

 

 

Lesa meira...

Hið árlega sherrý sund á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Föstudaginn 16. desember sl. var hið árlega sherrý sund sjúkraþjálfunar Hrafnistu í Hafnarfirði. Raggi Bjarna söng sig inn í hjörtu áheyrenda og Þorgeir Ástvaldsson spilaði undir af sinni alkunnu snilld. Það er ekki hægt að segja annað en að vel hafi verið mætt og skemmti fólk sér vel eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. 

 

Frétt: Harpa Björgvinsdóttir 
Myndir: Hjördís Ósk Hjartardóttir

 

 

Lesa meira...

Lionsbingó á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Lionsmenn heimsóttu Hrafnistu í Hafnarfirði þann 15. desember sl. hlaðnir flottum vinningum og gjöfum og spiluðu bingó með heimilisfólkinu okkar. Við þökkum þeim kærlega fyrir heimsóknina.


Myndir tók Kristin Margrét aðstoðarm. iðjuþjálfa.

 

 

Lesa meira...

Hrefna Ásmundsdóttir nýr aðstoðardeildarstjóri á Ölduhrauni Hrafnistu Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Hrefna Ásmundsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri á Ölduhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði frá og með 1. janúar 2017. Hrefna hefur undanfarin ár starfað sem hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu en flytur sig nú í stöðu aðstoðardeildarstjóra.

Við óskum Hrefnu hjartanlega til hamingju og bjóðum hana velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

 

Lesa meira...

Jóla pílumót á Hrafnistu í Kópavogi

Lesa meira...

Jóla pílumót Hrafnistu í Kópavogi var haldið dag, föstudaginn 16 desember. Stjórnað af Kötu „pílu“.

Vinningshafi í þetta sinn var Sigga Sóley. Annað sætið hreppti Sjöfn og í þriðja sæti var Gerður.

Til hamingju allar saman!

 

 

Lesa meira...

Síða 135 af 175

Til baka takki