Fréttasafn

Demantsbrúðkaup á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Þann 7. mars sl. áttu hjónin Sjöfn Óskarsdóttir og Páll Ólafur Pálsson demantsbrúðkaup. Af því tilefni buðu þau starfsfólki vinnustofu og heimilismönnum, á Hrafnistu í Hafnarfirði, upp á kaffi og ljúffenga tertu. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með brúðkaupsafmælið.

 

 

Lesa meira...

Landnámshænuungar heimsóttu Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Yndislegir og mannelskir hænuungar heimsóttu Hrafnistu í Reykjavík í vikunni. Þeir voru 11 talsins, afskaplega ljúfir og góðir og aðeins 8 daga gamlir. Eins og meðfylgjandi myndir sýna voru ungarnir  í öllum litum, enda undan landnámshænum. Þeir skemmtu sér vel á Hrafnistu innan um fólkið. „Ungviðið vekur bros og gleði í hjarta“ sögðu ungir sem aldnir um heimsóknina.

 

 

 

Lesa meira...

Öskudagur 2017 á Hrafnistu

Lesa meira...

Það var mikið líf og fjör á Hrafnistuheimilunum í dag, Öskudag, þar sem bæði heimilisfólk og starfsfólk gerði sér glaðan dag með því að klæðast búning eða öðru skrauti. Boðið var upp á rjúkandi nýbakaðar vöfflur með rjóma á öllum heimilum og börn kíktu við og sungu. Leikfélagið Verðandi, sem saman stendur af nemendum á listnámsbraut í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ, tróð upp með skemmtilegum söngleik á Hrafnistu í Hafnarfirði við mikinn fögnuð áhorfenda.

 

Meðfylgjandi eru skemmtilegar myndir frá velheppnuðum öskudegi á Hrafnistuheimilunum.

 

Lesa meira...

Síða 129 af 175

Til baka takki