Fréttasafn

Íbúar á Ísafold fagna fullveldi Íslands

Lesa meira...
Það var líf og fjör á Hrafnistu Garðabæ – Ísafold, þegar íbúar og starfsfólk fögnuðu, í samvinnu við dagdvöl Garðabæjar, 100 ára fullveldi Íslands. Listamenn fluttu dagskrá tileinkaða fullveldisárinu í tali og tónum og fluttar voru ræður. Að lokum var öllum boðið upp á Fullveldistertuna, kaffi og kleinu, hvort sem þeir treystu sér til að vera með í hátíðarsalnum eða voru uppi á hjúkrunardeildunum.
 
Sannarlega gleðilegur og glæsilegur dagur eins og meðfylgjandi myndir sýna.
 
Lesa meira...

Fullveldishátíð Hrafnistu í Reykjavík og fullveldisbörnin.

Lesa meira...
 
Það var merkisviður í Íslandssögunni í gær þegar 22 Íslendingar fæddir 1918 eða fyrr (100 ára og eldri), voru staddir á sama staðnum, en það hefur aldrei gerst áður í sögunni. Þetta var viðburðurinn „Fullveldisbörnin“ sem við á Hrafnistu stóðum fyrir ásamt Afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands. Viðburðurinn var hluti af Fullveldishátíð Hrafnistu í Reykjavík þar sem íbúum þar var boðið til hátíðar. Heiðursgestir voru allir Íslendingar fæddir árið 1918 og fyrr, ásamt forsetahjónunum. Margir af íbúum Hrafnistu treystu sér ekki af heilsufarsástæðum niður í salinn til okkar en gátu hins vegar fylgst vel með og tekið þátt, því hátíðinni var sjónvarpað á Hrafnisturásinni um allt hús. Gaman var líka að sjá að deildirnar skreyttu margar hverjar húsakynni sín með glæsilegum hætti.
 
 
Það voru listamennirnir Guðmundur Ólafsson leikari og Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona ásamt Matthildi Önnu Gísladóttur píanóleikara sem fluttu dagskrá í tali og tónum í anda fullveldisársins og Landsamband bakarameistara kynnti Fullveldistertuna sem byggir á uppskriftum frá árinu 1918. Lokaorðin voru svo í höndum Einars K. Guðfinnssonar, formanns afmælisnefndar. Tertan var svo borin fram í lok dagskrár og voru henni gerð góð skil.
 
Þetta var mjög skemmtilegur dagur og áætlað er að hátt í 500 manns hafi tekið þátt í hátíðarhöldunum víðsvegar um húsakynni Hrafnistu í Reykjavík.
 
Hreinn Magnússon tók þessar glæsilegu myndir fyrir okkur.
Lesa meira...

Sögulegur viðburður – Fullveldisbörnin komu saman á Hrafnistu

Lesa meira...
Í gær buðu Hrafnista og Afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands öllum Íslendingum fæddum 1918 og fyrr til hátíðarsamkomu á Hrafnistu í Reykjavík í tilefni þess að öld er liðin frá því að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki. Viðburðurinn „fullveldisbörnin“ sem tókst sannarlega glæsilega, var mjög sögulegur þar sem þetta er í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar, ef ekki í heiminum, sem öllum ríkisborgurum þjóðar, 100 ára og eldri, er boðið saman til veislu.
 
Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918 og var það einn merkasti áfanginn í sjálfstæðisbaráttu landsmanna sem stóð í nær heila öld. Á Íslandi eru í dag alls 64 einstaklingar, búsettir víða um land, sem náð hafa þessum merka áfanga á lífsleiðinni, og 22 þeirra mættu til veislunnar ásamt gesti. Þeirra á meðal var elsti núlifandi Íslendingur, Jensína Andrésdóttir, sem verður 109 ára þann 10. nóvember næstkomandi. Jensína býr á Hrafnistu í Reykjavík, en alls búa átta manns á Hrafnistuheimilunum sex sem náð hafa hundrað ára aldri eða meira.
 
Viðburðurinn „fullveldisbörnin“ var liður í Fullveldishátið Hrafnistu í Reykjavík og auk fullveldisbarnanna sóttu íbúar Hrafnistu í Reykjavík hátíðina og var fullt út úr dyrum. Meðal þeirra sem fluttu ávarp var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem heiðraði samkomuna ásamt eiginkonu sinni, Elizu Jean Reid. Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona söng nokkur falleg lög og Guðmundur Ólafsson leikari flutti skemmtilegar stiklur úr sögu þjóðarinnar frá árinu 1918. Í lokin var gestum boðið upp á sérstaka fullveldisköku sem Landssamband bakarmeistara hefur sett saman, en hún byggir á vinsælum uppskriftum frá 1918 sem færðar hafa verið til nútímabúnings.
 
Sérstök hópmynd var  til að minnast tímamótanna í sögu lands og þjóðar en ásamt fullveldisbörnunum og forsetahjónunum eru í bakgrunni þeir sem fram komu á hátíðinni.

Fullveldishátíð í Hafnarfirði

Lesa meira...

Í ár eru 100 ár síðan Ísland varð fullveldi. Mikið hefur verið um dýrðir og viðburðir um allt land, af ýmsu tagi til að minnast þessara tímamóta í sögu þjóðarinnar.

Hrafnista ætlar að sjálfsögðu að vera með í þessum hátíðarhöldum en haldnar eru 6 fullveldishátíðir hjá Hrafnistu í þessari viku.

Í gær var það Hrafnista í Kópavogi sem hélt sína hátíð. Húsfyllir var á hátíðinni en fullveldisdagskráin, sem fram fór í tali og tónum, var í höndum Guðmundar Ólafssonar leikara, Guðrúnar Ingimarsdóttur sópransöngkonu og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttir, píanóleikara. Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna flutti einnig ávarp.

Í lok dagskrárinnar var öllum boðið upp á kaffi og fullveldistertu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á hátíðinni í gær.

 

Lesa meira...

Kópavogur fagnar fullveldinu

Lesa meira...

Í ár eru 100 ár síðan Ísland varð fullveldi. Mikið hefur verið um dýrðir og viðburðir um allt land, af ýmsu tagi til að minnast þessara tímamóta í sögu þjóðarinnar.

Hrafnista ætlar að sjálfsögðu að vera með í þessum hátíðarhöldum en haldnar eru 6 fullveldishátíðir hjá Hrafnistu í þessari viku.

Í gær var það Hrafnista í Kópavogi sem hélt sína hátíð. Húsfyllir var á hátíðinni en fullveldisdagskráin, sem fram fór í tali og tónum, var í höndum Guðmundar Ólafssonar leikara, Guðrúnar Ingimarsdóttur sópransöngkonu og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttir, píanóleikara. Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna flutti einnig ávarp.

Í lok dagskrárinnar var öllum boðið upp á kaffi og fullveldistertu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á hátíðinni í gær

 

Lesa meira...

Fullveldishátíð á Hrafnistu í Garðabæ föstudaginn 20. júlí

Lesa meira...

Íbúar, starfsfólk og gestir Hrafnistu fagna saman 100 ára fullveldi Íslands með hátíðardagskrá. Þjóðþekktir listamenn skemmta gestum í anda fullveldisársins 1918, í tali og tónum. Að dagskrá lokinni verður boðið upp á Fullveldiskökuna sem Landssamband bakarameistara hefur sett saman og byggir á vinsælum uppskriftum frá 1918.

Hátíðardagsskrá á Hrafnistu Garðabæ - Ísafold verður haldin föstudaginn 20. júlí kl. 14:00 í Menningarsal Ísafoldar. Íbúar og aðstandendur þeirra eru eindregið hvattir til að taka þátt. 

Allir velkomnir!

Sjá nánar með því að smella hér.

 

 

 

Lesa meira...

 

 

 

Fullveldishátíð á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 19. júlí

Lesa meira...

Fimmtudaginn 19. júlí kl. 14:00 mun Hrafnista, í samstarfi við afmælisnefnd fullveldishátíðar, bjóða öllum Íslendingum fæddum 1918 og fyrr til sérstakrar hátíðarafmælisveislu í tilefni fullveldisins. Samkoman ber nafnið Fullveldisbörnin og fer fram í Skálafellli. Forseti Íslands ávarpar samkomuna og listamenn skemmta gestum í anda ársins 1918.  Boðið verður upp á fullveldisköku sem sett er saman af Jóhannesi Felixsyni og Landssambandi bakarameistara, út frá vinsælum uppskriftum kringum árið 1918.

Íbúar og aðstandendur þeirra eru eindregið hvattir til að taka þátt. 

Allir velkomnir!

Sjá nánar með því að smella hér.

 

Lesa meira...

Fullveldishátíð á Hrafnistu Hlévangi miðvikudaginn 18. júlí

Lesa meira...

Íbúar, starfsfólk og gestir Hrafnistu fagna saman 100 ára fullveldi Íslands með hátíðardagskrá. Þjóðþekktir listamenn skemmta gestum í anda fullveldisársins 1918, í tali og tónum. Að dagskrá lokinni verður boðið upp á Fullveldiskökuna sem Landssamband bakarameistara hefur sett saman og byggir á vinsælum uppskriftum frá 1918.

Hátíðardagsskrá á Hrafnistu Hlévangi verður haldin miðvikudaginn 18. júlí kl. 15:00 í borðsalnum.  Íbúar og aðstandendur þeirra eru eindregið hvattir til að taka þátt. 

Allir velkomnir!

 

Sjá nánar með því að smella hér.

 

 

Lesa meira...

 

 

 

 

Fullveldishátíð á Hrafnistu Nesvöllum miðvikudaginn 18. júlí

Lesa meira...

Íbúar, starfsfólk og gestir Hrafnistu fagna saman 100 ára fullveldi Íslands með hátíðardagskrá. Þjóðþekktir listamenn skemmta gestum í anda fullveldisársins 1918, í tali og tónum. Að dagskrá lokinni verður boðið upp á Fullveldiskökuna sem Landssamband bakarameistara hefur sett saman og byggir á vinsælum uppskriftum frá 1918.

Hátíðardagsskrá á Hrafnistu Nesvöllum verður haldin miðvikudaginn 18. júlí kl. 13:30 á Fögruvík. Íbúar og aðstandendur þeirra eru eindregið hvattir til að taka þátt. 

Allir velkomnir!

 

Sjá nánar með því að smella hér.

 

Lesa meira...

 

 

 

 

Síða 91 af 175

Til baka takki