Fréttasafn

Bæjarstjórnin beið lægri hlut í enn eitt skiptið

Lesa meira...

Frá árinu 2009 hefur farið fram árleg púttkeppni milli bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og sveitar íbúa Hrafnistu í Hafnarfirði, en keppnin fór fram í gær á púttvelli Hrafnistu við Hraunvang. Ekki er hægt að segja að veðurguðirnir hafi verið keppendum hliðhollir þetta árið, en keppendur létu veðrið ekki trufla sig. Mikið líf og fjör var á vellinum enda er þessi keppni alltaf mjög skemmtileg. Þó fór svo að í enn eitt skiptið hafði sveit Hrafnistu betur í keppni um farandbikarinn. Keppnin var þó óvenju jöfn og spennandi þetta árið þar sem Hrafnista sigraði með minnsta mun sem verið hefur frá upphafi, eða með einungis 4 höggum. Við á Hrafnistu þökkum Rósu bæjarstjóra og hennar glæstu sveit fyrir keppnina og komuna til okkar.

 

Einstök úrslit voru eftirfarandi:

Í karlaflokki:

1. sæti: Friðrik Hermannsson Hrafnistu

2. sæti: Kristinn Anderssen bjæjarfulltrúi

3. sæti: Ragnar Jónasson Hrafnistu

 

Í kvennaflokki:

1. sæti: Inga Pálsdóttir

2. sæti: Hallbjörg Gunnarsdóttir

3. sæti: Sigrún Ágústsdóttir

Allar frá Hrafnistu í Hafnarfirði

Kristín Th bæjarfulltrúi hlaut verðlaunin besta nýting vallarins, en þau verðlaun hlýtur sá einstaklingur sem fer völlinn á hæsta skorinu, eins konar skussaverðlaun.

 

Lesa meira...

Tillögur að jólakorti Hrafnistu 2018 - skiladagur 15. október

Lesa meira...

 

Starfsfólk iðjuþjálfunar á Hrafnistu óskar eftir tillögum að jólakorti Hrafnistu árið 2018.

Kortið er prentað í um 3000 eintökum og Hrafnista sendir jólakortið út á hverju ári til allra íbúa og annarra vellunnara heimilanna.

Skiladagur er 15. október 2018 og er áhugasömum bent á að hafa samband við starfsmenn iðjuþjálfunar til þess að fá nánari upplýsingar.

 

Sjá nánari auglýsingu með því að smella hér.

 

Lesa meira...

Hrafnista í Hafnarfirði fær afhenta gjöf

F.v. Árdís Hulda og Ingigerður.
Lesa meira...

 

Ingigerður Gunnarsdóttir afhenti Hrafnistu í Hafnarfirði gjöf á dögunum til minningar um ömmu sína Ingigerði Friðrikku Benediktsdóttur sem dvaldi á Hrafnistu í Hafnarfirði á árum áður. Einnig er gjöfin til minningar um alla þá sjómenn sem fallnir eru frá í fjölskyldu Ingigerðar.

Það var Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, sem veitti gjöfinni viðtöku og er meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

 

Við á Hrafnistu í Hafnarfirði þökkum Ingigerði fyrir hlýhug og þessa fallegu gjöf.

 

Lesa meira...

Lilja Ásgeirsdóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lilja og Pétur.
Lesa meira...

Lilja Ásgeirsdóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Báruhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, afhenti Lilju 10 ára starfsafmælisgjöf á dögunum. 

 

Lesa meira...

Valgerður K. Guðbjörnsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. María Fjóla, Valgerður, Pétur og Sigrún.
Lesa meira...

Valgerður K. Guðbjörndsóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Miklatorgi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: María Fjóla Harðardóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna, Valgerður K. Guðbjörnsdóttir, Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík.

 

Lesa meira...

Samið um rekstur hjúkrunarrýma og dagdvalar við Sléttuveg

Lesa meira...

Reykjavíkurborg og Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistu, undirrituðu í gær samning um rekstur hjúkrunarrýma og dagdvalar við Sléttuveg í Reykjavík. Áður hafði borgin samið við Velferðarráðuneytið um byggingu hjúkrunarheimilisins og leitað í kjölfarið til Sjómannadagsráðs og Hrafnistu um að hafa umsjón með framkvæmdinni fyrir sína hönd.

Reykjavíkurborg felur Hrafnistu rekstur á 99 hjúkrunarrýmum á fimm hæðum við Sléttuveg í Fossvogi. Hrafnista skuldbindur sig til að reka heimilið á sem hagkvæmastan hátt, en þó alltaf með markmið Hrafnistu í huga um andlega, líkamlega og félagslega vellíðan íbúa. Einnig verða gildi og stefna Reykjavíkurborgar í þjónustu við eldri borgara og mannréttindastefna Reykjavíkur höfð að leiðarljósi.

Samhliða hjúkrunarheimilinu reysir Sjómannadagsráð glæsilega þjónustumiðstöð sem sambyggð verður hjúkrunarheimilinu. Í þjónustumiðstöðinni mun Hrafnista starfrækja 30 dagdvalarrými fyrir Reykjavíkurborg auk þess verður í þjónustumiðstöðinni ýmis þjónusta sem nýtist íbúum á svæðinu og íbúum hjúkrunarheimilisins, svo sem hárgreiðslustofa, fótsnyrtistofa, kaffihús, samkomusalir, sjúkraþjálfun og líkamsrækt.

Hrafnista hefur yfir 60 ára reynslu af öldrunarþjónustu og er Hrafnista í dag stærsti aðilinn í rekstri hjúkrunarheimila og dagdvala hér á landi. Nú starfrækir Hrafnista rúmlega 600 hjúkrunarrými á sex hjúkrunarheimlum í fimm sveitarfélögum. Dagdvalir á vegum Hrafnistu eru nú þrjár en í byrjun næsta árs verður sú fjórða opnuð. Dagdvölin á Sléttuveginum verður því fimmta dagdvölin á vegum Hrafnistu.

Á nýja hjúkrunarheimlinu á Sléttuvegi, sem stefnt er að opna á seinni hluta næsta árs, verður rík áhersla lögð á sjálfsákvörðunarrétt og þátttöku íbúa. Starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa heimilislegt, hlýlegt og virkt samfélag.

Það voru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hálfdan Henrysson, formaður Sjómannadagsráðs, sem undirrituðu samninginn á byggingastaðnum á Sléttuvegi.

 

Lesa meira...

 

 

 

Anna María Bjarnadóttir ráðin sem aðstoðardeildarstjóri á Miklatorg Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Anna María Bjarnadóttir sem verið hefur aðstoðardeildarstjóri á Miklatorgi Hrafnistu í Reykjavík undanfarið í afleysingum, hefur formlega tekið við sem aðstoðardeildarstjóri.

Jóna Ósk Ásgerisdóttir, sem verið hefur aðstoðardeildarstjóri á Miklatorgi í Reykjavík, hefur nú að eigin ósk flutt sig yfir í almenn hjúkrunarfræðingsstörf á deildinni. Við þökkum Jónu Ósk Ásgeirsdóttur kærlega fyrir sín stjórnunarstörf í þágu Hrafnistu á síðustu árum og óskum Önnu Maríu velfarnaðar í nýju starfi.

 

 

Lesa meira...

Leikskólabörn frá Tjarnaseli í heimsókn á Hrafnistu Hlévangi

Lesa meira...

Börnin á Tjarnaseli heimsóttu heimilisfólk á Hrafnistu Hlévangi í dag. Þau sungu nokkur vel valin lög, fengu sér smá hressingu og spjölluðu. Þau munu koma mánaðarlega og heilsa upp á íbúana á Hlévangi og er heimilisfólk og starfsfólk mjög spennt að fá að hitta þennan kurteisa og flotta hóp aftur.

 

Lesa meira...

Viðurkenningar til útskriftarnema á Hrafnistu

Lesa meira...

Á hverju ári eru veittar viðurkenningar á Hrafnistu til þeirra starfsmanna sem hafa útskrifast úr námi á árinu. Margir starfsmenn Hrafnistu stunda ýmiskonar nám með vinnu og í morgun veittu María Fjóla, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs og Árdís forstöðumaður Kristínu Thomsen, iðjuþjálfa á Hrafnistu í Hafnarfirði, viðurkenningu en Kristín lauk diplómanámi í öldrunarþjónustu sl. vor. Við óskum henni og öllum þeim starfsmönnum sem lokið hafa námi á þessu ári innilega til hamingju með áfangann.

Lesa meira...

Síða 89 af 175

Til baka takki