Fréttasafn

Haustfagnaður Hrafnistu í Kópavogi verður haldinn miðvikudaginn 31. október

Lesa meira...

 

Haustfagnaður Hrafnistu í Kópavogi verður haldinn miðvikudaginn 31. október og hefst hann með fordrykk kl. 17:30.

Verð fyrir gesti er kr. 4.500.- (nánari upplýsingar veitir starfsfólk á Hrafnistu Kópavogi).

Miðasala fer fram á skrifstofugangi á 2. hæð Boðans:

Mánudaginn 22. okt frá kl. 14:00-16:00

Þriðjudaginn 23. okt frá kl. 16:00-18:00

Eingöngu er tekið við reiðufé en einnig er hægt að greiða í gegnum heimabanka.

  

Sjá auglýsingu hér.

 

 

Lesa meira...

Vetrarhátíð Hrafnistu Reykjavík verður haldin fimmtudaginn 8. nóvember

Lesa meira...

 

Vetrarhátíð Hrafnistu Reykjavík verður haldin í Skálafelli fimmtudaginn 8. nóvember nk.

Hátíðin hefst með skemmtidagskrá kl. 17:00 og borðhald hefst kl. 18:00. Svavar Knútur og Berta Dröfn sjá um að syngja og skemmta gestum og verður skemmtuninni sjónvarpað á Hrafnisturásinni upp á deildar. Bragi Fannar harmonikkuleikari spilar undir borðhaldi í Skálafelli.

Skráning er til þriðjudagsins 6. nóvember og fer fram á skiptiborði 2. hæð kl. 10:00-16:00 alla virka daga.

 

Sjá auglýsingu hér

 

Lesa meira...

Kynning á leikföngum barna fyrr og nú fyrir íbúa og gesti Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

 

Félagasamtök JCI Esja kom í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík á dögunum. Ríkey Jóna Eiríksdóttir kom og kynnti verkefnið „Leggur og skel“ sem er kynning á leikföngum barna fyrr og nú. Með henni komu krakkar úr leikskólanum Sunnuás og sögðu frá leikföngum sem þau leika sér með. Þetta var mjög góð stund og gaman að fá svona flotta heimsókn. Ríkey bauð svo upp á veitingar og þökkum við henni og JCI Esju kærlega fyrir þessa skemmtilegu heimsókn.

 

 

 

Lesa meira...

Myndir frá haustfögnuði Hrafnistu Garðabæ - Ísafold

Lesa meira...

 

Í gærkvöldi fór fram haustfagnaður íbúa, ættingja og starfsfólks Hrafnistu í Garðabæ og þjónustumiðstöðvarinnar á Ísafold. Gunnar bæjarstjóri var heiðursgestur og Laddi fór á kostum sem  veislustjóri í ýmsum gervum og söng þess á milli mörg af sínum frægustu lögum.

Um 150 manns tóku þátt í gleðinni og snæddu dýrindis mat sem kokkar Hrafnistu sáu um að matreiða.

Eins og meðfylgjandi myndir sýna skemmti fólk sér konunglega, enda Laddi engum líkur.

 

 

Lesa meira...

Söngstundir Böðvars á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Söngstund „ala Böðvar“ er alla fimmtudaga kl. 14:00 í Menningarsalnum á 1. hæð Hrafnistu í Hafnarfirði. Dagskráin er send út í beinni útsendingu upp á hjúkrunardeildir fyrir þá heimilismenn sem ekki treysta sér að koma niður, svo allir geti tekið þátt.

Upptöku frá söngstundinni má skoða með því að smella á linkinn hér fyrir neðan:

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/926498120892520/

 

Lesa meira...

Kvennafrídagurinn 2018

Lesa meira...

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Kvennafrídagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, 24. október. Þetta er í sjötta skipti sem konur leggja niður störf,  safnast saman og krefjast launajafnréttis og samfélags án ofbeldis. Árið 2016, þegar síðast var gengið út, lögðu konur niður störf klukkan 14:38 og fyrir það, árið 2010, lögðu þær niður störf klukkan 14:25. Í ár er tíminn klukkan 14:55.

Við á Hrafnistuheimilunum styðjum auðvitað þessa baráttu heilsuhugar, nú eins og áður. Venju samkvæmt geta deildir Hrafnistu tekið þátt í útifundinum á Austurvelli sem hefst kl. 15.30. Stoðdeildir geta lokað kl. 14:55 og helgarmönnun fer í gang á hjúkrunardeildum.

Vinsamlegast athugið að tíminn er kl. 14:55 fyrir allar konur, óháð starfsprósentu og hvenær vinnudagurinn hefst (sem er mjög misjafnt hjá fólki).

Nánari útfærsla er þó í höndum hverrar deildar í samvinnu við forstöðumann eða framkvæmdastjóra stoðsviða, svo endilega snúið ykkur til þeirra varðandi frekari upplýsingar.

 

Megi þessi dagur verða öllum til gæfu!

Baráttukveðjur,

Pétur

 

Lesa meira...

Alzheimer samtökin með alzheimer kaffi fimmtudaginn 1. nóvember í Hæðargarði 31

Lesa meira...

 

Alzheimer samtökin verða með alzheimer kaffi fimmtudaginn 1. nóvember nk. kl. 17:00 að Hæðargarði 31 Reykjavík.

Arndís Valgarðsdóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðingum Höfðabakka verður með erindi og Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar á píanó.

Alzheimerkaffi er fyrir fólk með alzheimer eða aðra minnissjúkdóma og aðstandendur þeirra. Markmiðið er að gefa fólki tækifæri til að koma saman, opna umræðuna um erfiðleika fólks með alzheimersjúkdóminn og gefa þeim og aðstandendum kost á að hitta aðra sem glíma við svipaðan vanda. Einnig að veita ráðgjöf, fræðslu, spjalla, syngja, gleðjast og eiga gæðastundir. 

Kaffigjald er kr. 500.-

Allir velkomnir!

 

Lesa meira...

Síða 85 af 175

Til baka takki