Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Tilkynning frá Neyðarstjórn Hrafnistu

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2017_hafnarfjrur__Fotor_crop.jpeg

Nú stendur yfir endurnýjun á þaki Hrafnistu í Hafnarfirði, stærsta öldrunarheimili landsins en heimilið hélt upp á 40 ára afmæli sitt á dögunum. Á heimilinu búa 214 manns en auk þess eru í húsinu 26 dagdvalarrými fyrir aldraða.

Um kl 11:30 í morgun kom upp smávægilegur eldur í þaki Hrafnistu í Hafnarfirði. Slökkvilið, sem er með starfsstöð í Skútahrauni, rétt við Hrafnistu, var komið á staðinn örstuttu síðar.

Verktaki þaksins var þá að mestu búinn að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði vegna viðhaldsframkvæmda þar. Í öryggisskyni var hluti hússins rýmdur í rúmlega 15 mínútur og gekk það ferli mjög vel.

Engin slys urðu á fólki og óverulegt tjón varð á húsnæði Hrafnistu en vatn rann niður á gang og nokkur reykjalykt var á efstu hæð.

Slökkviliði hefur nú farið með hitamyndavél yfir húsið og mun fylgjast með vettvangi í dag.

Dagleg starfsemi Hrafnistu í Hafnarfirði var því um hádegisbil komin í eðlilegt horf.

Hrafnista vill nota þetta tækifæri og þakka slökkviliði, lögreglu og starfsfólki Hrafnistu fyrir snörp og markviss vinnubrögð í þessum erfiðu aðstæðum. Jafnframt biðjum við íbúa Hrafnistu og aðstandendur þeirra velvirðingar á þeim óþægindum sem þeir kunna að hafa orðið fyrir.

Neyðarstjórn Hrafnistu

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur