Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Bóndadagsgleði og þorrablót á Hrafnistuheimilunum

 

Á bóndadaginn var mikið um að vera á Hrafnistuheimilunum og í hádeginu var boðið upp á þorramat með öllu tilheyrandi.

Á Hrafnistu Hraunvangi er hefð fyrir því á bóndadaginn að Hrafnistukonur klæðist herrafatnaði (t.d. í skyrtu með bindi, hatt o.s.frv.) og gefi Hrafnistustrákum sem eru á vakt smá glaðning í tilefni dagsins.

Herramennirnir sem mættu á Viðey í dagdvöl á Hrafnistu Laugarási fengu afhentar bláar rósir í tilefni dagsins og þökkuðu þeir fyrir sig með því að fara með Minni kvenna. Bragi Fannar mætti og spilaði listilega vel á harmonikkuna nokkur vel valin þjóðleg lög við góðar undirtektir dagdvalargesta.

Á Hrafnistu Nesvöllum og Hrafnistu Ísafold var árlegt þorrablót haldið í hádeginu. Þau Hólmfríður og Sveinn spiluðu á harmonikkur undir borðhaldi á Ísafoldinni og á Nesvöllum voru sungin voru þjóðleg lög og dansað eftir matinn. 

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur