Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Sumardeginum fyrsta fagnað á Hrafnistuheimilunum

 

Sumardeginum fyrsta var fagnað á öllum Hrafnistuheimilunum í gær.

Íbúar og starfsfólk á Hrafnistu í Skógarbæ fengu til sín góða gesti en það var karlasönghópurinn Fósturvísarnir, tólf manna rótarskot þaulvanra söngvara í Fóstbræðrum, sem sungu inn sumarið, með íbúum og starfsfólki Hrafnistu Skógarbæ.

Umfjöllun um heimsókn Fósturvísana á mbl.is 

Í Boðaþingi var sumri fagnað með því að dúka upp borð og borða góðan mat. Hjördís Geirsdóttir kom við og söng í garðinum ásamt fríðu föruneyti og úr varð dásamleg stund og góð stemming. Fósturvísarnir komu einnig við í Boðaþingi og tóku lagið fyrir íbúa og starfsfólk af sinni alkunnu snilld. Þetta braut svo sannarlega upp daginn og veitti mikla gleði í húsinu.

Í Hraunvangi hófst dagurinn á hátíðarhelgistund sem var streymt til íbúa frá Fríkirkju Hafnarfjarðar. Eftir hádegið kom hópur óperusöngvara í heimsókn og söng fyrir heimilisfólk en viðburðinum var streymt upp á hæðir. Fósturvísarnir komu einnig og sungu.

Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju komu í Laugarásinn í dag og sungu ljúfa söngva til að fagna sumri. Ekki spillti fyrir að boðið var upp á sherrýtár með kaffinu og tók heimilisfólk vel undir sönginn af svölunum.

Það má því með sanni segja að dagurinn í gær og í dag hafi verið viðburðaríkir og þökkum við öllum þeim sem glöddu íbúa okkar með söng. 

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur