Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Á Hrafnistu Sléttuvegi er sjúkraþjálfunardeild í bjartri og fallegri aðstöðu á jarðhæð. Deildin er vel búin tækjum, leikfimisal og meðferðaklefum. 
Markmið sjúkraþjálfunar er að auka lífsgæði íbúa, til dæmis með því  að minnka verki, auka hreyfanleika og viðhalda færni eins og hægt er. Hvetja til athafna sem viðkomandi hefur áhuga á og hefur gildi fyrir hann. 

Sjúkraþjálfari sinnir einstaklingsmeðferð og býr til æfingaáætlanir  (þol, styrktar og jafnvægisþjálfun) fyrir einstaklinga. 

Íbúum stendur til boða æfingameðferð eða önnur sérhæfðari meðferð, allt eftir þörfum hvers og eins. M.a. er um að ræða almenna þjálfun undir stjórn íþróttakennara og sjúkraþjálfara, jafnvægisþjálfun, ýmsa hóptíma og stólaleikfimi. Yfir sumartímann stendur deildin einnig fyrir ýmsum atburðum, s.s gönguferðum og kvennahlaupi. Sjúkraþjálfarar ásamt iðjuþjálfurum sjá um að panta hjólastóla, gönguhjálpartæki og spelkur fyrir heimilismenn ef á þarf að halda. Sjúkraþjálfarar annast hluta af RAI-hjúkrunarþyngdarmati íbúa. Einnig sjá þeir um fræðslu (t.d. varðandi hjálpartæki og líkamsbeitingu) fyrir starfsfólk og skjólstæðinga.

Ef íbúi óskar eftir notkun á rafknúnu hjálpartæki s.s. rafmagnsbíl þá þarf fyrst að fara fram mat á ökuhæfni og leyfi síðan veitt samkvæmt reglum Hrafnistu um slíkan búnað. Þrif og viðhald á rafskutlum er á ábyrgð heimilismanns og aðstandenda.

Deildarstjóri sjúkra- og iðjuþjálfunar er Anna Margrét Guðmundsdóttir, anna.gudmundsdottir[hja]hrafnista.is

Beinn sími hjá sjúkraþjálfun er 585 3274.

Iðjuþjálfun

Á Hrafnistuheimilunum leitast iðjuþjálfar og starfsmenn iðjuþjálfunar eftir því að starfa einstaklingsmiðað og hafa þarfir hvers og eins að leiðarljósi, að viðkomandi hafi hlutverk og fái tækifæri til að njóta iðju sem hann hefur áhuga á hverju sinni. Þannig hefur þátttakan jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan einstaklingsins. Iðjuþjálfar og starfsmenn iðjuþjálfunar sinna bæði einstaklingum og hópum með það að leiðarljósi að bæta andlega líðan, félagslega- og líkamlega færni einstaklingsins. 

Boðið er upp á þjálfun á færni til iðju á einstaklingsbundinn hátt, þannig að samspil sé á milli heimilismanns, iðjunnar og umhverfisins. Einstaklingsmeðferð sem og hópþjálfun er í boði á heimilinu á vegum iðjuþjálfunar en þar gefst einstaklingum tækifæri á að fást við ýmsa tómstundaiðju. Iðjuþjálfi sér einnig um að útvega og/eða veita ráðgjöf varðandi hjálpartæki daglegs lífs. 

Samvinna um félagsstarf og vinnustofu er á milli sjúkra- og iðjuþjálfunar, Þjónustumiðstöðvarinnar Sléttunnar og dagdvalarinnar Rastar.

Samvinna við hjúkrunarfólk sjúkra- og iðjuþjálfun er mikil og unnið er í teymisvinnu að málefnum einstaklinga.

Aðstoðardeildarstjóri sjúkra- og iðjuþjálfunar er Aðalheiður Þorsteinsdóttir iðjuþjálfi, adalheidur[hja]hrafnista.is 

Félagsstarf

Viðburði og dagskrá má sjá á heimasíðu Sléttunnar og á facebooksíðunni Sléttan lífsgæðakjarni

 

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur