Fréttasafn

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar í heimsókn

Lesa meira...
Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar, kom í gær í opinbera heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði. Eftir að hafa fengið kynningu á Hrafnistu gaf hann sér góðan tíma til að ganga um, kynna sér starfsemina og heilsa upp á heimilisfólk og starfsfólk. Haraldur var mjög áhugasamur um allt viðkomandi Hrafnistu og hreinlega alveg heillaður af okkar öfluga  og fjölbreytta starfi í þágu aldraðra.
Í lok heimsóknarinnar hélt Haraldur íbúafund í menningarsalnum þar sem húsfyllir var. Þar kynnti Haraldur sjálfan sig, sagði frá ýmsum spennandi málum í Firðinum og svaraði fyrirspurnum.
Glæsileg heimsókn og gott fyrir okkur að hafa jákvæðan bæjarstjóra í okkar garð.
 
  •  
     

    Nýr yfirlæknir í Hafnarfirði og Kópavogi

    Lesa meira...
    Íris Sveinsdóttir hefur verið ráðin yfirlæknir á Hrafnistu í Hafnarfirði og Kópavogi. Hún mun hefja störf 1. mars næstkomandi og tekur við starfinu af Hlyni Þorsteinssyni, sem lætur af störfum á næstunni að eigin ósk. Íris er heimilislæknir og hefur undanfarin ár starfað á heilsugæslustöðvunum í Salarhverfi og Bolungarvík.
     
    Um leið og Hlyni er þakkað fyrir góð og gegn störf fyrir Hrafnistu þá er Íris boðin hjartanlega velkomin að Hrafnistu.
    Lesa meira...

    Síða 177 af 177

    Til baka takki