Top header icons

Ábendingar COVID spurt og svarað Rannsóknarsjóður HrafnistuHrafnista á Facebook

 
 

Nanna Guðný gæðastjóri og Ragnheiður sjúkraþjálfari á Hrafnistu kynntu rannsóknir sínar á ráðstefnu í Finnlandi

Nanna Guðný Sigurðardóttir gæðastjóri Hrafnistu og Ragnheiður Kristjánsdóttir deildarstjóri endurhæfingardeildar á Hrafnistu í Reykjavík kynntu rannsóknir sínar á öldrunarfræðiráðstefnu í Tampera á Finnlandi dagana 20.- 23. júní sl.

Rannsókn Nönnu Guðnýjar ber heitið Árangur 4-8 vikna þverfræðilegrar endurhæfingarinnlagnar fyrir aldraða. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort þverfræðileg endurhæfing á Íslandi hefði í för með sér bætta færni í athöfnum. Einnig að kanna hvort færni og aðstæður við innlögn gætu spáð fyrir um árangurinn sem og kanna afdrif þátttakenda. 

Rannsókn Ragnheiðar Kristjánsdóttur ber heitið Framtíðarþing um farsæla öldrun: " Hún er farsæl ef maður er sáttur". Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvað Íslendingar telja vera farsæla öldrun og hvernig best sé að stuðla að henni, hvernig þær niðurstöður samrýmast kenningum og rannsóknum í öldrunarfræðum og hvernig niðurstöður samrýmast opinberri stefnu stjórnvalda í öldrunarmálum. Auk þess að leggja mat á þýðingu Framtíðarþings um farsæla öldrun fyrir öldrunarmál. 

 

 

  •  

    Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur