Á hverjum degi er lestrarstund í Hafnarfirðinum og er hún yfirleitt vel sótt. Fimmtudagar eru þeir dagar sem flestir koma og hlusta og í dag voru öll sæti upptekin.
Lesefnið þessa dagana er „Þar sem Djöflaeyjan rís“ eftir Einar Kárason og þeir sem hlýddu á í dag skemmtu sér konunglega yfir lestrinum.