Haustfagnaður fór fram á Hrafnistu í Kópavogi í gær og hófst dagskráin með fordrykk kl. 17:30.
Veislustjórarnir, þeir Davíð Ólafsson og Stefán H. Stefánsson, sáu um að skemmta fólki af sinni alkunnu snilld.
Helgi Már Hannesson spilaði á píanó og eftir borðhaldið var slegið upp balli með Guðmundi Hauki Jónssyni.