Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Verkefnastjóri innkaupa og rekstrar

Halldór Eiríksson
Halldór Eiríksson

Halldór Eiríksson (1965) hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra innkaupa og rekstrar hjá Hrafnistu.

Um er að ræða nýtt starf í skipuriti Hrafnistu og heyrir það undir Rekstrarsvið. 

Halldór mun hafa yfirumsjón með öllu sem viðkemur innkaupum á Hrafnistu;  reglum og ferlum, samningagerð, hagkvæmni, kostnaðareftirliti og fleira. 

Einnig mun verkefnastjóri vera forstöðumönnum og öðrum stjórnendum til ráðgafar og stuðnings varðandi rekstrartengd málefni.  

Hann mun síðar einnig koma að verkefnum fyrir önnur félög samstæðunnar eftir því sem verkefnin þróast.

 

Halldór lauk Cand.Oecon. prófi í viðskiptafræði frá HÍ 1992 og meistaragráðu í rekstrarhagfræði af fjármálasviði frá Handelshöjskolen í Arhus í Danmörku 2002.

 

Halldór var deildarstjóri fjármáladeildar hjá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu 1996-1997, verkefnastjóri Þróunarfélags Austurlands 2003-2005 og í framhaldi af því hjá Alcoa Fjarðarál/Hatch sem sérfræðingur í innkaupum 2006-2011.  Á árunum 2012-2015 rak Halldór verslun í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni. 

 

Halldór hefur störf 22.september næstkomandi.

 

Við bjóðum Halldór velkominn í Hrafnistufjölskylduna. 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur