Sunnefa Lindudóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á Hrafnistu Skógarbæ, var gestur í Mannlega þættinum á Rás 1 á dögunum. Þar sagði hún frá hugmyndafræði Namaste sem innleidd hefur verið á Hrafnistu.
„Á Hrafnistu hefur verið að innleidd hugmyndafræði sem er kölluð Namaste nálgun. Þessi nálgun er hugsuð sem hlýleg og róleg stund með það að markmiði að bæta vellíðan íbúa, draga úr óróleika og gefa starfsfólki verkfæri til að nálgast íbúa af nærgætni og kærleika. Namaste nálgun var upprunalega hugsuð fyrir fólk með langt gengna heilabilun en reynslan sýnir að Namaste stund hentar í raun öllum íbúum á hjúkrunarheimilum vegna þess hversu auðvelt það er að sníða það að persónulegum þörfum hvers og eins."