Top header icons

 

Fyrir starfsfólk

 


Örugg skjalamótttaka


Örugg skjalamótttaka


Fyrir starfsfólk


Hrafnista á Facebook

 

Hrafnista innleiðir lyfjavaka

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2024-Lyfjavaki_undirritun.jpeg

Hrafnista hefur undirritað samstarfssamning við heilbrigðistæknifyrirtækið Helix um innleiðingu á hugbúnaðarlausninni Lyfjavaka fyrir hjúkrunarheimilin sín. 

Innleiðing Lyfjavaka er hluti af stafrænni vegferð Hrafnistu og mun lausnin auka öryggi í umsýslu lyfja, tryggja gæði lyfjaskráningar og veita betri yfirsýn við lyfjatiltekt. 

Lyfjavaki er rafrænt lyfjaskráningarkerfi sem gerir hjúkrunarfræðingum kleift að halda utan um skráningar á lyfjatiltekt og lyfjagjöfum íbúa. Jafnframt er notast við smáforrit til að staðfesta lyfjagjafir. Með notkun Lyfjavaka er tryggt að rekjanleiki lyfjagjafa sé í samræmi við þær kröfur sem gilda um slíka skráningu.

Betri yfirsýn og aukið öryggi

„Það er ánægjulegt að fá Hrafnistu inn í hóp hjúkrunarheimila og heilbrigðisstofnana sem nýta sér Lyfjavaka. Lausnin okkar stuðlar að betri yfirsýn heilbrigðisstarfsfólk og tryggir nákvæmari og öruggari lyfjagjöf.  Það hvetur okkur hjá Helix áfram í þeirri vegferð að bjóða tæknilausnir fyrir hjúkrunarheimlili og aðrar heilbrigðisstofnanir,“ segir Magnús Már Steinþórsson, vörustjóri hjá Helix.

Gunnur Helgadóttir framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs hjá Hrafnistu segir að innleiðingin muni hafa jákvæð áhrif á starfsemi heimilanna. „Lyfjavaki á eftir að auka yfirsýn fagaðila á lyfjagjöfum og þar með tryggja betur gæði og öryggi“.

 

b_950_630_16777215_00_images_frettir_Picture2_lyfjavaki.jpeg

Gunnur Helgadóttir framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu, María Hrund Stefánsdóttir sérfræðingur á heilbrigðissviði, Oddgeir Reynisson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Hrafnistu, Arna Harðardóttir framkvæmdastjóri Helix, María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu, Magnús Már Steinþórsson vörustjóri hjá Helix, Harpa Hrund Albertsdóttir sérfræðingur á heilbrigðissviði Hrafnistu og Emil Gunnar Einarsson forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Helix.

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur