Kópavogsbær hefur samið við Hrafnistu um rekstur félagsmiðstöðvarinnar Boðanum í Boðaþingi en Hrafnista hefur frá árinu 2010 rekið 44 rýma hjúkrunarheimili í sama húsnæði og 30 rýma dagdvöl. Unnið er að því að stækka hjúkrunarheimilið um 64 hjúkrunarrými og verður þeim framkvæmdum lokið í vor. Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistu, á og rekur einnig 95 leiguíbúðir í Boðaþingi í gegnum leigufélagið Naustavör. Boðinn verður áfram opinn öllum og boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og viðburði.
Hrafnista tekur við rekstri Boðans