Top header icons

 

Fyrir starfsfólk

 


Örugg skjalamótttaka


Örugg skjalamótttaka


Fyrir starfsfólk


Hrafnista á Facebook

 

Namaste ráðstefna í London

Ráðstefna um Namaste meðferð fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma var haldin í London 25. september sl. en hugmyndafræði Namaste gengur út á að auka vellíðan fólks með langt gengin heilabilunarsjúkdóm. Sunnefa Lindudóttir hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu í Skógarbæ var með erindi á ráðstefnunni þar sem hún fjallaði meðal annars um innleiðingu Namaste á Hrafnistu og hvernig Hrafnista vinnur með hugmyndafræðina.
Á Hrafnistu er Namaste hugsað fyrir fólk sem getur ekki tekið þátt í hefðbundnu félagsstarfi. Aðaláherslan er kærleiksrík snerting og að vinna með skynfæri eins og t.d. lykt, tónlist og bragðskyn.

Meðfylgjandi eru myndir frá ráðstefnunni í London. Félagsráðgjafinn Joyce Simard, sem þróaði þessa hugmyndafræði, var einnig með erindi á ráðstefnunni.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur