Í grein sem birtist á visir.is í dag er rætt við Maríu Fjólu Harðardóttur forstjóra Hrafnistuheimilanna. Í greininni talar María Fjóla m.a. um hversu dýrmætt það er að búa yfir traustum og góðum mannauði og að geta sótt sérfræðiþekkingu til starfsfólks innan Hrafnistu. Hún segir frá hugmyndafræði Hrafnistu og að undanfarna mánuði hafi staðið yfir innleiðing nýrrar tækni á Hrafnistuheimilunum sem hjálpar íbúum og starfsfólki.
Greinina í heild sinni má lesa inn á visi.is Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði