Rannsóknarsjóður Hrafnistu auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna verkefna tengdum öldrunarmálum.
Markmið sjóðsins er að stuðla að nýjungum og þróun í málefnum aldraðra. Sjóðurinn er opinn öllum þeim sem stunda rannsóknir, formlegt nám eða hvað annað sem eflir þennan málaflokk hér á landi. Við hvetjum alla sem telja að verkefni þeirra styðji við þetta markmið til að sækja um styrk.
Hér má nálgast umsóknareyðublað og frekari upplýsingar um styrkinn.
Umsóknarfrestur er til 1. desember 2024. Fyrirspurnir sendist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Stjórn Rannsóknarsjóðs Hrafnistu