Jóhanna Gilsdóttir atferlisfræðingur á Hrafnistu var með erindi á ráðstefnunni EABA – The 11th Conference of European Association For Behaviour Analysis, sem haldin var í Prag á dögunum. Fjallað var um það hvernig nýta má atferlisgreiningu á mismunandi starfsvettvangi. Jóhanna fjallaði um starf klínísks atferlisfræðings á hjúkrunarheimili á Íslandi og kynnti fyrir ráðstefnugestum nokkur mál þar sem atferlis íhlutun átti sér stað.
Jóhanna starfar sem atferlisfræðingur á Hrafnistuheimilunum og vinnur m.a. með einstaklingsmiðaða nálgun við umönnun íbúa á Hrafnistu og færniþjálfun starfsmanna í samskiptum við íbúa.