Á næstu vikum stendur yfir þjónustukönnun meðal íbúa og aðstandenda Hrafnistuheimilanna.
Tilgangurinn með þjónustukönnun er að gefa stjórnendum og starfsfólki Hrafnistu innsýn í líðan og upplifun íbúa sem búa á heimilinu, til þess að geta séð hvað vel er gert og hvað megi gera betur.
Árið 2022 var framkvæmd sambærileg þjónustukönnun og hefur hún verið nýtt markvisst til að bæta þjónustuna við íbúa og aðra þjónustuþega Hrafnistu.
Fyrirtækið Prósent, sem er þekkingarfyrirtæki á sviði markaðsrannsókna, mun annast framkvæmd könnunarinnar og er fullum trúnaði heitið.
Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna.
Fyrir hönd Hrafnistu,
Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, mannauðsstjóri
Gunnur Helgadóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu
Elva Gísladóttir, sérfræðingur og verkefnastjóri á heilbrigðissviði