Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Hinsegin dagar 2024

 

Samfélagið hefur undanfarna daga minnt á baráttu hinsegin fólks fyrir sjálfsögðum mannréttindum og gegn fordómum. Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga, í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur áunnist í baráttunni.

Hrafnista styður heilshugar við réttindabaráttu hinsegin fólks, fagnar fjölbreytileikanum og vill skapa örugga vinnustaðamenningu þar sem öll upplifa virðingu og að þau tilheyri.

Í síðustu viku var ýmislegt gert til að sýna baráttu hinsegin fólks stuðning á Hrafnistuheimilunum. Íbúar og starfsfólk gerðu sér glaðan dag , heimilin voru skreytt í öllum regnbogans litum, haldnar voru gleðigöngur í grennd við heimilin og fólk var hvatt til að klæðast litríkum fötum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistuheimilunum í síðustu viku.

 

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur