Top header icons

Fyrir starfsfólk
Örugg skjalamótttaka Örugg skjalamótttaka Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 
 
 

Lionsklúbburinn Njörður færir Hrafnistu fjölþjálfa æfingartæki

Lionsklúbburinn Njörður hefur afhent  Hrafnistu í Laugarási, Skógarbæ og Boðaþingi þrjú endurhæfingar- og styrktartæki frá framleiðandanum Spirit og eru að verðmæti um tvær milljónir króna. Um er að ræða svokallaða fjölþjálfa sem þjálfa bæði hendur og fætur og verða þeir staðsettir í Laugarási og í Skógarbæ og sethjól sem þjálfar fætur og verður staðsett í Boðaþingi. Tækin koma til með að nýtast bæði íbúum og öðrum þjónustuþegum Hrafnistu. Við þökkum Lionsmönnum kærlega fyrir rausnarlegar gjafir.

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar æfingartækin voru afhent á Hrafnistu.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur