Árlegt sumargrill var haldið út í garði á Hrafnistu Laugarási í hádeginu í dag. Matreiðslumenn elduðu grillkjöt ofan í mannskapinn og sólin skein á meðan íbúar gæddu sér á grillmat með öllu tilheyrandi.
Regína Ósk og Svenni tóku lagið fyrir íbúa og starfsfólk sem nutu sín vel úti í veðurblíðunni í dag.