Top header icons

Fyrir starfsfólk
Örugg skjalamótttaka Örugg skjalamótttaka Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 
 
 

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar færir sjúkraþjálfunardeild Hrafnistu Hraunvangi veglega gjöf

 

Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefur styrkt sjúkraþjálfunina á Hrafnistu Hraunvangi með nýjum æfingatækjum í mörg ár. Flest æfingartækin í tækjasalnum á Hraunvangi eru gjafir frá þeim.

Í byrjun júlí kíktu þeir félagar í heimsókn og gáfu sjúkraþjálfuninni rafknúið handa- og fótahjól sem er mjög góð viðbót við hjólin og æfingatækin sem þar eru. Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri.

Á seinni myndinni eru þeir Magnús Ingjaldsson formaður úthlutunarnefndar og Geir Hauksson fyrrverandi forseti Lionsklúbbs Hafnarfjarðar að prófa powerboard tæki sem þeir gáfu sjúkraþjálfuninni í nóvember 2020 en vegna þeirra takmarkana sem Covid leiddi af sér þá höfðu þeir félagar ekki fengið tækifæri til þess að prófa það fyrr. Með þeim á myndinni er Íris Huld Hákonardóttir, deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu í Hraunvangi.

Hrafnista Hraunvangi, íbúar, starfsfólk sjúkraþjálfunar sem og allir þeir sem nýta sér þau tæki sem Lionsklúbburinn hefur fært heimilinu þakkar þeim félögum kærlega fyrir ómetanlegar gjafir. Þær koma svo sannarlega að góðum notum, allan ársins hring.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur