Púttarar frá Hrafnistu í Hraunvangi og Laugarási mættust á skemmtilegu púttmóti í Laugarásnum. Veðrið var fínt fyrir spræka púttara og endaði mótið eins og vanalega með kaffisamsæti og verðlaunaafhendingu.
Úrslitin urðu Laugarásnum í vil þar sem púttmeistararnir í kvenna og karlaflokki koma bæði úr Laugarásnum.
Í karlaflokki var Stefán V. Pálsson sigurvegari, hann sigraði líka heildar keppnina.
Í kvennaflokki var sigurvegarinn Dýrleif Jónsdóttir.







