Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Sýning á munum Happdrættis DAS á Hrafnistu í Laugarási

 

Á Hrafnistu í Laugarási hefur verið sett upp sýning á munum Happdrættis DAS sem spannar hátt í nær 70 ár.

Meðal muna á sýningunni eru:

-Líkan af einbýlishúsinu á Lindarflöt 32 í Garðabæ en húsið var aðalvinningur happdrættis DAS árið 1965.

-Líkan af raðhúsunum að Ásgarði 2 - 8 í Reykjavík sem voru í aðalvinning á árunum 1955-1958. Fyrst var Ásgarður 2 dreginn út 1955 og að síðustu var Ásgarður 8 dreginn út árið 1958.

-Eftirlíkingar af bifreiðum sem voru vinningar happdrættisins. Chevrolet Bel Air árið 1954, Vespa árið 1955, Ford Customline árgerð 1958, Ford Mustang árgerð 2005, Hummer árgerð 2006 og Harrley Davidson bifhjól árgerð 2008.

-Munir sem tengjast Bingó Lottó, sjónvarpsbingó á Stöð 2 sem Ingvi Hrafn stjórnaði á árunum 1994 - 1995.

-Hljómdiskar með „Íslenskum karlmönnum“, upptaka frá live-tónleikum í Háskólabíó með Stuðmönnum og Karlakór Fóstbræðra voru í vinninga eitt árið. Þá var sérstök útgáfa gefin út í samstarfi við Kristján Jóhannsson óperusöngvara en fyrsta skiptið sem Kristján kom fram opinberlega var einmitt á Sjómannadaginn. Allir sem áttu miða fengu „afmælisgjöf“ frá Happdrætti DAS í tilefni að 40 ára afmæli þess árið 1995.

Auk þess er til sýnis ferðalitasjónvarp sem var meðal vinninga eitt árið, alls 1 þús. eintök. Vasaútvarp og einnota myndavél sem voru meðal annarra vinninga í skafmiðahappdrættinu „Gull molinn“.

Að lokum eru meðal muna innsigli frá Dómsmálaráðuneytinu, gamlir happdrættismiðar, gamlir skafmiðar o.fl.

Fyrirhugað er að setja þessa sýningu upp á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði í sumar.

 

  •  

     

     

    Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur