Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Grímuskylda ennþá í gildi á Hrafnistuheimilunum

 

Kæru íbúar og aðstandendur,

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hafa stjórnvöld aflétt öllum sóttvarnartakmörkunum í samfélaginu frá og með miðnætti aðfaranótt 25. febrúar 2022. Það eru gleðitíðindi og vonandi til marks um að senn fari að hylla undir lok Covid farsóttarinnar í þeirri mynd sem við höfum tekist á við undanfarin tvö ár. Við vitum þó að veiran er hvergi nærri farin og búast má við fjölgun smita næstu vikur nú þegar öllum sóttvarnartakmörkunum í samfélaginu verður aflétt. Staðan hefur verið strembin undanfarnar vikur og enn er fjöldi íbúa og starfsmanna heimilanna að greinast með covid. Hrafnista eins og aðrar heilbrigðisstofnanir verður því að stíga varlega til jarðar þegar kemur að afnámi sóttvarnarreglna en mun leitast við að stíga ákveðin en örugg skref í þeim efnum á næstunni. Leiðarljósið er ávallt að standa vörð um þá þjónustu sem íbúar Hrafnistu þurfa á að halda.

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur því ákveðið að áfram verða í gildi ákveðnar sóttvarnarreglur inn á heimilunum, en með ákveðnum breytingum þó:

  • Áfram mega tveir gestir koma að heimsækja íbúa hvern dag, en nú án allra aldurstakmarka.
  • Grímuskylda er ennþá í gildi á heimilum Hrafnistu og þurfa allir gestir að bera andlitsgrímu við komu á heimilin. Heimilt er að taka grímuna niður inn á herbergi íbúa vilji íbúi og aðstandendur það. Ekki er heimilt að vera með margnota grímur.
  • Áfram er ekki heimilt að nýta setustofur og borðstofur eininga/deilda til heimsókna né önnur alrými á heimilunum s.s. borðsali.
  • Eins og áður geta íbúar fariðút í garð og í gönguferðir með sínum nánustu og einnig í bílferðir eða heimsóknir. Reglur um fjöldatakmarkanir í slíkum ferðum detta út en fólk er beðið að gæta varúðar og huga vel að persónubundnum sóttvörnum.
  • Reglur tengdar aðstandendum sem dvalið hafa erlendis falla niður. 
  • Aðstandendur og aðrir gestir eru beðnir um að koma ekki í heimsókn inn á heimilin ef þeir finna fyrir einhverjum covid líkum einkennum eða einkennum annara umgangspesta (s.s. kvef, hósti, hiti, höfuðverkur, beinverkir, þreytu, kviðverki, niðurgang, uppköst o.fl.).
  • Við ákveðnar aðstæður gætu stjórnendur deilda/heimila þurft að grípa til hertari heimsóknarreglna í takmarkaðan tíma, en ávallt verður leitast við að veita þær undanþágur sem íbúar og aðstandendur óska eftir eins og hægt er.

 

Munið að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Við þurfum jafnframt öll að hafa áfram í huga persónulegar sóttvarnir s.s. handþvott og handsprittun.

 

Kær kveðja,

Neyðarstjórn Hrafnistu

 

Bréf til íbúa og aðstandenda föstudaginn 25. febrúar 2022

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur