Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Farið verður rólega í breytingar á heimsóknarreglum

Kæru íbúar og aðstandendur.

Neyðarstjórn Hrafnistu telur mikilvægt að fara rólega í breytingar á heimsóknarreglum, sérstaklega í ljósi þess að fjöldi íbúa á hjúkrunarheimilum landsins hefur verið að greinast undanfarið með Covid. Haft er að leiðarljósi að hægt sé að halda uppi þjónustu við íbúa Hrafnistu og draga úr líkum á að smit berist inn á heimilin með hag íbúanna í huga.

Heimsóknarreglur á Hrafnistu munu því enn um sinn vera þær sömu og undanfarið og eru þær áréttaðar hér:

  • Tveir gestir hafa leyfi til að heimsækja íbúa hvern dag.
  • Aðstandendur og gestir á aldrinum 0-30 ára– Eru beðnir um að koma ekki í heimsókn. Mjög mörg smit eru að greinast í þessum aldurshópi og margir hverjir í hópnum eru ekki bólusettir og því mun meiri líkur á að þeir smiti aðra.
  • Aðstandendur og gestir sem eru í smitgát eða sóttkví í samfélaginu eiga ekki að koma í heimsókn.
  • Grímuskylda – ALLIR gestir þurfa að bera andlitsgrímu við komu á heimilin. EKKI er heimilt að taka grímuna niður inn á herbergi íbúa. Ekki er heimilt að vera með margnota grímur.
  • Ekki er heimilt að nýta setustofur og borðstofur eininga/deilda til heimsókna né önnur alrými á heimilunum s.s. borðsali.
  • Íbúum er heimilt að fara út í garð og í gönguferðir með sínum nánustu og einnig er heimilt að fara með íbúa út af heimilinu í bílferðir eða heimsóknir.
  • Mikilvægt er að hafa í hugaað sem fæstir séu í þeim boðum sem íbúar heimilanna sækja utan þeirra (lög segja að hámarki 50 einstaklingar (börn eru þar meðtalin) sem gildir fyrir frískt fólk). Neyðarstjórnin biðlar til íbúa, aðstandenda og annarra gesta að fara ekki í stærri mannfagnaði eða aðrar samkomur með íbúa.
  • Fullbólusettir aðstandendur sem dvalið hafa erlendis – Þeim er heimilt komið í heimsókn eftir að hafa farið í skimun á landamærum og niðurstaða úr skimun er neikvæð ásamt því að þeir séu með öllu einkennalausir. Mikilvægt er samt að hafa samráð við stjórnendur deilda.
  • Óbólusettir aðstandendur sem eru að koma erlendis frá mega ekki koma í heimsókn inn á heimilin fyrr en 14 dagar eru liðnir frá heimkomu (undanþágu er hægt að fá í samráði við stjórnendur deildar ef um skyndileg veikindi/lífslokameðferð er að ræða hjá íbúa). 
  • Undanþága frá reglum um heimsóknir hverju sinn, er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vaktstjóra deildar.

Alls ekki koma í heimsókn ef:
a. Þú ert í sóttkví eða smitgát
b. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
c. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 10 dagar frá útskrift úr einangrun.
d. Þú ert með COVID-19 lík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang, uppköst o.fl.).
e. Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.

 

Munið að sýna ýtrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Við þurfum öll að hafa í huga persónulegar sýkingavarnir s.s. handþvott og handsprittun.  

 

Kær kveðja,

Neyðarstjórn Hrafnistu

 

Bréf til íbúa og aðstandenda mánudaginn 7. febrúar 2022

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur