Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Gunnar Ólafsson fagnaði 100 ára afmæli sínu á Hrafnistu

 

Gunnar Ólafsson, íbúi á Hrafnistu, náði þeim merka áfanga þann 20. júlí sl. að fagna 100 ára afmæli sínu. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu heilsaði upp á afmælisbarnið og færði honum blómvönd frá Hrafnistu í tilefni dagsins. Með Gunnari og Maríu á myndinni er Dýrleif Hallgríms eiginkona Gunnars en þau hjónin hafa verið gift lengur en önnur íslensk hjón eins og sagt var frá á fésbókarsíðunni Langlífi þann 7. nóvember 2020:

HJÓNABANDSMET

Hjónin Gunnar Ólafsson og Dýrleif Hallgríms í Reykjavík hafa nú verið gift lengur en önnur íslensk hjón eða í 76 ár og 157 daga. Þau voru gefin saman í kirkjunni á Þingeyri við Dýrafjörð 3. júní 1944 og komu sumir gestanna í brúðkaupið með varðskipi. Hann var þá 22 ára og hún 21 árs en nú eru þau 99 ára og 97 ára. Samanlagður aldur þeirra er því 196 ár. Þau eiga fjögur börn. Dýrleif var húsmóðir og sjómannsfrú. Gunnar var stýrimaður og skipstjóri í Borgarnesi og í Reykjavík, m.a. á Akraborginni. Hann stofnaði síðar útflutningsfyrirtæki og vann til 82 ára aldurs.

JR.

Myndin birtist Morgunblaðinu þegar Dýrleif og Gunnar áttu 70 ára brúðkaupsafmæli.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur