Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Þorrablót á Hrafnistuheimilunum

 

Árlegt þorrablót er haldið á öllum Hrafnistuheimilunum um þessar mundir. Hrafnista Nesvellir í Reykjanesbæ reið á vaðið á bóndadaginn í síðustu viku og bauð upp á þorramat í hádeginu.

Hrafnista í Laugarási, Skógarbæ og Sléttuvegi héldu sín þorrablót í hádeginu í gær. Hrafnista Ísafold og Hrafnista Hlévangi verða með þorrablót í hádeginu í dag og Hrafnista Hraunvangi og Hrafnista Boðaþingi halda sín þorrablót á fimmtudaginn í næstu viku.

Það er ávallt mikil eftirvænting í loftinu þegar þorramatur er borinn á borð og þrátt fyrir frekar lágstemmd þorrablót hjá okkur í ár (miðað við síðustu ár, út af COVID) þá ríkir sannkölluð gleði meðal íbúa og dagdvalargesta með kræsingarnar.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistu Sléttuvegi í gær þar sem fyrsta þorrablót heimilisins fór fram en eins og flestir vita opnaði hjúkrunarheimilið á Sléttuvegi þann 28. febrúar í fyrra.

Hjördís Geirsdóttir hélt uppi fjörinu í þjónustumiðstöðinni og var skemmtuninni sjónvarpað inn á hjúkrunardeildar og til gesta í dagdvöl þannig að allir nutu sem best.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur