Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Undirbúningur fyrir bólusetningar á Hrafnistuheimilunum í fullum gangi

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2020_christmas-2020.jpeg

 

Bréf til íbúa og aðstandenda á Hrafnistu föstudaginn 18. desember 2020.

 

Ágætu íbúar og aðstandendur.

 

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna ykkur að nú  hyllir vonandi undir betri tíma hjá íbúum okkar. Von er á bóluefni við Covid til landsins og stefnt er að því að bólusetningar íbúa Hrafnistuheimilanna verði á milli hátíðanna, miðað við þær upplýsingarnar sem við höfum í dag. Undirbúningur fyrir bólusetningar á heimilunum er í fullum gangi.

Hjúkrunarfræðingar heimilanna munu fara í það að taka samtal við íbúa varðandi bólusetningar og veita þeim allar upplýsingar varðandi þær á næstu dögum.

Hver einstaklingur fær tvær bólusetningar og verður seinni bólusetningin 19-23 dögum eftir þá fyrri. Fylgjast verður með heilsufarsástandi íbúa eftir bólusetningu.

Þá daga sem íbúar heimilanna verða bólusettir verða heimilin lokuð fyrir heimsóknum og biðjum við aðstandendur að fylgjast vel með nánari upplýsingum á heimasíðu Hrafnistu (hrafnista.is) eða Facebook síðum deilda frá 28. desember, en þá ættu nákvæmar dagsetningar að liggja fyrir.

Með einlægri von um góða tíma yfir hátíðirnar.

 

Kærar þakkir fyrir samstöðuna.

Með kærri kveðju,

Neyðarstjórn Hrafnistu

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur