Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Jólaundirbúningur á Hrafnistuheimilunum á aðventunni

 

Jólaundirbúningur er í fullum gangi á Hrafnistuheimilunum þessa dagana. Smákökubakstur með lokkandi ilm úr eldhúsinu, föndur, jólabingó, spil, heitt súkkulaði með rjóma, sherrýtár og notalegar samverustundir. Aðventuvagn Þjóðleikhússins hefur verið á ferðinni á milli Hrafnistuheimilanna og glatt íbúa okkar með jólasögum, söng og gleði.

Hrafnista er svo lánsöm að eiga marga ómetanlega velgjörðarmenn. Má þar m.a. nefna  Lionsmenn sem mættu galvaskir og  settu upp jólatré á Hrafnistu Hlévangi í Reykjanesbæ í lok nóvember. 

Hrafnista Ísafold í Garðabæ hefur átt farsælt samstarf við leikskólann Sjáland og á dögunum komu leikskólabörnin í heimsókn í garðinn á Ísafold og skreyttu jólatréð í garðinum með föndri sem þau voru sjálf búin að útbúa.

Í vikunni var svo Rauður dagur þar sem ölllum var boðið upp á jólamat og jólagjöfum var dreift til starfsmanna.

 

Meðfylgjandi myndir, sem teknar hafa verið á aðventunni á Hrafnistuheimilunum, tala sínu máli.

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur