Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Breyting á heimsóknareglum Hrafnistu sem gilda frá 22. - 29. október

 

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur tekið ákvörðun um að opna fyrir heimsóknir á heimilin með ákveðnum takmörkunum. Íbúa og aðstandendur hafa fengið sendar upplýsingar um opnun á hverjum heimili fyrir sig.

HÉR má lesa bréfið sem sent var út fyrr í dag.

 

Ágætu íbúar og aðstandendur,

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur ákveðið að opna fyrir heimsóknir á heimilin með ákveðnum takmörkunum, þar sem nýgengi COVID-19 smita er á hægri niðurleið  í samfélaginu. Samfélagið er enn á viðkvæmu stigi í faraldrinum, en við gerum okkur ljóst að samvera íbúa við sína nánustu eykur lífsgæði þeirra. Þessar heimsóknarreglur verða endurskoðaðar 29. október.

Heimsóknareglur sem gilda frá 22. – 29. október

 • Aðeins einn gesturhefur leyfi til að heimsækja hvern íbúa tvisvar sinnum frá 22. – 29. október og biðjum við um að sami gestur komi í heimsókn í bæði skiptin.
 • Heimilið er opið frá: (upplýsingar um heimsóknartíma veitir hvert heimili fyrir sig).
 • Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska). Óheimilt er að koma með taugrímu.
 • Þar sem flest smit í þjóðfélaginu eru á aldursbilinu 18-29 ára viljum við að heimsóknargestur sé ekki á því aldursbili. Börn undir 18 ára hafa ekki leyfi til að koma í heimsókn.
 • Undanþága frá þessari reglu er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf að fá leyfi vaktstjóra deildar.
 • Viðkomandi gestur þarf að spritta hendur um leið og komið er inn, í upphafi heimsóknar.
 • Við biðjum ykkur um að fara beint inn á herbergi til íbúans og ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi biðjið þá starfsfólk um að sækja hann, ekki gera það sjálf.
 • Virðið 2ja metra reglunaog forðist snertingu við íbúa eins og hægt er.
 • Að heimsókn lokinni farið þá beint út án þess að stoppa og spjalla á leiðinni. Vinsamlegast sprittið hendur við brottför.
 • Heimilt er að fara með íbúa út í göngutúr í nærumhverfi meðan á heimsókn stendur.
 • Ekki er heimilt að íbúi fari út í bíltúr eða í heimsókn með heimsóknargesti sínum.

Vinsamlega athugið:

 1. Ekki koma í heimsókn ef þú ert í einangrun eða sóttkví
 2. Ekki koma í heimsókn ef þú ert að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
 3. Ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl).
 4. Ekki koma í heimsókn ef þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.

Með vinsemd og virðingu, 

Neyðarstjórn Hrafnistu.*

 

* Í Neyðarstjórn Hrafnistu sitja aðilar úr Framkvæmdaráði Hrafnistu. Kallað er eftir ráðgjöf frá sérfræðingum og fleiri aðilum sem sitja fundi Neyðarstjórnar ef þörf þykir hverju sinni.

Netfang neyðarstjórnar er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur