Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Þórður Einarsson opnar myndlistasýningu á Hrafnistu Hraunvangi

 

Þórður Einarsson, íbúi á Hrafnistu, hélt upp á opnun myndlistarsýningar sinnar á Hrafnistu í Hraunvangi á dögunum við mikinn fögnuð viðstaddra. Sýningin er sölusýning og lýkur 9. nóvember n.k.

Þórður Einarsson er fæddur árið 1930 í Reykjavík en býr nú á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði. Hann starfaði lengst af í Sindra við járnsmíði og hefur smíðað ófáa vörubílspalla og vagna í gegnum tíðina. Þórður byrjaði að mála þegar hann flutti á Hrafnistu og hefur notið leiðsagnar Ingu á vinnustofunni. Hann notar bæði olíuliti og vatnsliti við gerð myndanna og hefur haldið bæði einkasýningu og samsýningar á Hrafnistu. Þórður hefur aðallega málað landslagsmyndir en er nú farinn að mála meira abstract.

Við óskum Þórði innilega til hamingju.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur