Top header icons

COVID spurt og svaraðRannsóknarsjóður HrafnistuHrafnista á Facebook

 
 

Kristín Marksdóttir starfsmaður á Hrafnistu bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2020_kristn-marksdttir_crop_nota.jpeg

 

Morgunblaðið: Fangaði áfengislausa Bríó-andann best allra

 

Kristín Marksdóttir starfsmaður á Viðey dagþjálfun, Hrafnistu í Laugarási, bar í dag sigur úr býtum í samkeppni um myndskreytingu á dósir hins áfengislausa Bríó sem nú er fáanlegur í verslunum.

Borg brugghús auglýsti í sumar eftir tillögum að myndskreytingu á Bríó. Tíu ár eru liðin síðan bjórinn vinsæli kom á markað og af því tilefni var gerð áfengislaus útgáfa af honum sem vakið hefur talsverða athygli síðustu vikurnar.

Mikill áhugi reyndist á samkeppni um útlit dósanna. Alls bárust rúmlega tvö hundruð tillögur að myndskreytingum og var meirihluti þeirra frá konum, eða um 60%. Hugmyndir kvennanna féllu líka betur í kramið hjá dómnefnd brugghússins og svo fór að tillögurnar í fimm efstu sætunum voru frá konum.

Sigurtillaga Kristína er uppfærð útgáfa af myndinni sem prýðir hefðbundnu Bríó-dósirnar. „Ég endurteiknaði manninn á þeirri dós og gerði það með smá tvisti; setti á hann klikkuð augu og partíhatt eins og hann væri að fagna tíu ára afmælinu“ Er haft eftir Kristínu í viðtali eftir að úrslit voru gerð kunn. 

Kristín er 23 ára og lauk námi í myndskreytingu við Leeds Art University í vor. Kristín starfar eins og fyrr segir á Viðey dagþjálfun á Hrafnistu Laugarási en þangað koma daglega 30 einstaklingar sem glíma við heilabilun. Tilgangurinn með dagþjálfun er að styðja fólk til þess að geta búið sem lengst heima, viðhalda og/eða auka færni, rjúfa félagslega einangrun ásamt því að létta undir með aðstandendum.

Samstarfsfólk á Hrafnistu óskar Kristínu innilega til hamingju með sigurinn.

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur