Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Sjómannadagurinn 2020 á Hrafnistuheimilunum

Dvalarheimili aldraðra sjómanna (D.A.S.) Hrafnista tók til starfa í Reykjavík á Sjómannadaginn 2. júní 1957. Tveimur áratugum síðar, á Sjómannadaginn 5. júní 1977, hóf Hrafnista í Hafnarfirði sína starfsemi. Heimilin eru bæði í eigu Sjómannadagsráðs.
Við á Hrafnistu höldum því ætíð hátíðlega upp á Sjómannadaginn en í ár var hann haldinn með breyttu sniði því ekki var opið hús eins og venja hefur verið í gegnum tíðina út af samkomu takmörkunum. Hrafnistuheimilin voru samt sem áður í skeytt í fullum hátíðarskrúða í tilefni dagsins. 

Á Hrafnistu í Laugarási lék Lúðrasveit Reykjavíkur út í garði, hátíðarmessa fór fram og harmonikkuleikur hljómaði um húsið. Gestir og heimilisfólk nutu sín við veisluföng og ljúfan dag.

Dagurinn á Hrafnistu Hraunvangi hófst á því að Lúðrasveit Hafnafjarðar spilaði á bílaplaninu fyrir utan. Því næst var hátíðarhelgistund í Menningarsalnum. Silfursveiflan kom kl. 14.30 og spilaði dásamlega fallega í Menningarsalnum við góðar undirtektir. Harmonikkuleikarar úr DASbandinu fóru upp á hæðir og spiluðu á meðan á hátíðarkaffi stóð þar sem boðið var upp á brauðtertu, marengstertu og kleinur. Og síðast en alls ekki síst var bíósýning í Menningarsalnum um sjómannadag síðustu ára í Hafnarfjarðabæ.

Á Hrafnistu í Boðaþingi var haldið upp á daginn með stuðboltunum okkar, Svenna og Hjördísi Geirs. Það var sungið, dansað og hlegi

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Nesvöllum og Hlévangi. Hátíðar helgistund var í umsjón Brynju Vigdísar og hluti af kirkjukór Njarðvíkurkirkju kom með og söng nokkur lög. Bandið Heiður kom og var með tónlistarskemmtun á hverri hæð og spilaði og söng og hélt uppi góðri stemningu fyrir íbúa og starfsmenn.

Á Hrafnistu Sléttuvegi hélt KK uppi stuðinu með skemmtilegum tónleikum við mikinn fögnuð viðstaddra.

Í hádeginu var boðið upp á dýrindis kótilettur og ís í eftirrétt. Við þökkum öllum þeim sem komu að því að gera daginn litríkan og skemmtilegan.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur